Skírnir - 01.01.1959, Page 193
Skírnir
Doktorsrit Haralds Matthiassonar
187
að einkenni ræðustils séu margar aukasetningar (bls. 206).
Efa ég ekki, að sú niðurstaða er rétt.
IV.
I VI. kafla bókar sinnar dregur praeses saman niðurstöður
sínar um aðalsetninga- og aukasetningastíl. Yfirleitt eru nið-
urstöður hans hóflegar og öfgalausar. Hann bendir á, að rétt
sé að velja til skiptis stíl aðalsetninga og aukasetninga, en
telur þó niðurstöður sínar vera aðalsetningum í vil.
Mig langar til að gera tvær athugasemdir. Ég efa ekki, að
praeses er ljóst, að menn nota fremur aukasetningastíl, ef
þeir vilja láta bera á hinu röklega samhengi þess, sem þeir
segja. Þetta er að mínum dómi aðalatriði. En mér virðist
praeses ekki láta þetta koma nægilega skýrt fram. I frásögn
af atburðum skiptir röklegt samband minna máli. Þess vegna
er síður ástæða til að nota aukasetningar í frásagnarstíl. í
ræðum vilja menn gera hinu röklega sambandi hærra undir
höfði. Þess vegna meðal annars ber meira á aukasetningum
í ræðum. Þetta er allt í samræmi við athuganir höfundar.
En mér virðist hann hefði getað hnykkt betur á þessu.
Hin athugasemdin er þessi: Þótt höfundur reyni að vera
hlutlægur, er greinilegt, að aðalsetningastíll stendur hjarta
lians nær. Hann getur jafnvel ekki stundum stillt sig um
að grípa til ófræðimannlegs orðalags til þess að gera litið úr
aukasetningastíl. Skal ég nú finna þessum orðum mínum
stað. Á bls. 224 segir hann „aukasetningar eiga við, þegar
tyggja á í lesendur“. Á bls. 226 segir hann um þær: „Þær
leyfa krókaleiðir upp brattann í stað þess að taka þvert í
brekkuna og stefna beint á tindinn“. Síðan vitnar hann til
ritgerðar eftir Sigurð Nordal, þar sem raunar eru ekki auka-
setningar til umræðu. En próf. Nordal segir alveg réttilega:
„Það er miklu fljótlegra að rubba upp og vaða elginn en vera
stuttorður og gagnorður“. Þessar athugasemdir eru til þess
fallnar að koma þeirri hugmynd inn hjá lesandanum, að
aukasetningastill sé still þeirra, sem vilja „tyggja í lesendur“,