Skírnir - 01.01.1959, Page 197
Skimir
Ritfregnir
191
Aftan við bókina er viðbætir um aðra prestvígða menn, er luku ekki
stúdentsprófi fyrir 1846 og tóku ekki guðfræðipróf. Er fróðlegt ao fá þessa
viðbót. Þó munu einhverjir hafa fallið þar úr sögunni. Að minnsta kosti
man ég eftir tveimur, þeim Magnúsi Hallgrimssyni Thorlaciusi, presti
til Reynistaðarklausturs, og Páli Jónssyni, síðast presti að Höskuldsstöðum.
En báðir þessir prestar luku stúdentsprófi 1847, en tóku ekki próf í
prestaskólanum.
Nokkurt handahóf er á, hversu mikil grein er gerð fyrir börnum guð-
fræðinga. Er vafalaust oft erfitt að vita full deili á þeim. (Raunar væri
eins nauðsynlegt að nefna tengdadætur guðfræðinganna og tengdasyni,
þótt sjaldan hafi það verið gert í þess konar tölum nema hjá Hannesi
Þorsteinssyni). Það er engu ómerkara, að því er mannfræði v<irðar. Ekki
er ósennilegt, að finna megi fleiri villur eða ónákvæmni, þvi að nálega
hefir hending ein ráðið, hvað ég hefi fundið eða vitað deili á. Má alltaf
gera ráð fyrir þess konar í slíkum ritum. En þótt ég hafi fundið þessar
smáskekkjur og þótt eitthvað kynni að finnast til viðbótar, má segja, að
verkið sé vel af hendi leyst.
Annars væri mjög æskilegt að skrá alla íslenzka guðfræðinga, frá því
að raunveruleg guðfræðipróf voru fyrst tekin í Hafnarháskóla og til vorra
daga, og gefa út í einu riti.
Jóhann Sveinsson.
Halldór Halldórsson: Orlög orSanna. Þættir um islenzk orð og orð-
tök. Rókaforlag Odds Bjömssonar. Akureyri 1958.
Bók þessi er að nokkru leyti framhald af riti höf. „Islenzk orðtök“, en
einnig framhald af þáttum hans um íslenzkt mál, sem hann hafði í út-
varpinu 1952—54. Þá lærði hann full tök á að ná sambandi við menn
út um land, sem sendu honum spurningar sinar eða veittu fræðslu
um orð úr mæltu máli. Þegar hann lét af þessum útvarpsþáttum, tók
hann að skrifa um þessi efni í Samtíðina, en síðan greinaflokkinn „Mál
og menning" í sunnudagsblöð Tímans, og hefur sá flokkur orðið mjög
vinsæll, svo að sumir mundu lesa þessar greinar hvað fyrst í blaðinu og
sakna nokkurs, ef þær væru ekki. Þessir þættir hafa verið þingbrekka,
þar sem höf. sagði frá einhverju úr islenzku máli, leitaði fræðslu hjá
mönnum víðs vegar um land og kom á framfæri svörum eða spurning-
um þeirra. Af þeim greinaflokki er bók þessi sprottin; höf. dregur saman
í sjálfstæða kafla það sem dreifðist i þáttunum og rannsakar efnin að
nýju með leit enn nýrra gagna. Er bókin að minu viti mjög vel unnin,
og skarpleiki og dómgreind einkennir skýringarnar.
Auk þess sem hér er mikið efni úr alþýðumáli, sumt áður óskráð og
jafnvel ókunnugt, leitar höf. hvarvetna gamalla heimilda til samanburð-
ar; auk prentaðra orðabóka er honum þá mjög drjúgt safn það til islenzkr-
ar orðarbókar, sem unnið er á vegum Háskólans og dr. Jakob Benedikts-
son stýrir. Þar er nú fært á seðla mest af orðaforða prentaðra bóka fram