Skírnir - 01.01.1959, Síða 199
Skírnir
Ritfregnir
193
dönsku, heldur af „sukkerlade", sem kemur til að mynda fyrir hjá Hol-
berg. Fleiri dæmi þessu lík hygg ég mundi mega finna. Orðasambandið
„sýknt og heilagt" held ég sé alveg rétt skýrt hjá höf.; til frekara skiln-
ings á hugtökunum hefði mátt nefna orðin „noa“ og „tabu“, sem alþekkt
eru í ritum um trú frumþjóða og alþýðutrú, og þær hugmyndir, sem
þar búa undir.
1 tveimur greinum, „Þömb og þambarskelfir“ og „Keisaraskurður.
Öborinn. Óborið fé“, hefur höf. tekið til athugunar gömul deilumál, sem
ég vænti, að ekki sé enn sagt síðasta orðið um. Ég skal ekki fara að ræða
um fyrra atriðið, en fara fám orðum um hið síðara.
Greinin „Keisaraskurður. Óborinn. Óborið fé“ er ein hin skemmtileg-
asta, og er þar fjallað um mikið vafamál, sem margar skýringar hafa
verið á gefnar. Aftur og aftur er talað um „óborna“ menn í fornritum,
í lögum einnig um „óborit fé“. Augljóst er, að orðið „óborinn" merkir oft
ófæddur, enn eigi kominn í þennan heim, en jafnvíst er, að orðið hlýtur
stundum að merkja eitthvað annað. Alveg er óvíst, hvað átt er við í frá-
sögn Landnámu af Myrgjol, móður Erps Meldúnssonar, leysingja Auðar
djúpúðgu. Myrgjol þessi hafði verið tekin herfangi af Sigurði jarli hin-
um ríka: „Myrgjol var ambátt konu jarls ok þjónaði henni trúliga. Hon
var margs kunnandi. Hon varðveitti barn drottningar óborit, meðan hon
var í laugu“. Merkustu dæmin, þar sem “óborinn” getur ekki þýtt
„ófæddur, ekki kominn í heiminn", eru viðurnefnin „hinn óborni" (haft
stundum um Una danska) og „hin óborna" (um Ulfrúnu Játmundar-
dóttur, ef til vill sama konan sem kölluð er Jórunn óboma í Njálu; um
Ástríði Erlingsdóttur, sem þó er líka nefnd hin árborna). Svo em hin
merkilegu ákvæði kristinna laga þáttar í Grágás um „fé óborit": „Skalat
maðr eiga fé óborit. Ef maðr á óborit fé ok lætr ómerkt ganga, til þess
at hann trúir heldr á þat en annat fé eða ferr hann með hindrvitni
með hverigu móti sem er, þá varðar honum fjörbaugsgarð“. Á þessu em
tvær skýringar, sem virðast béðar styðjast við alþýðumál og ekki vera
einvörðungu getgátur lærðra manna. önnur er sú, sem Grimur Thorkelín
setti fram í útgáfu Kristinréttar 1776, að „óborinn“ merkti ‘óborinn
undir mark, ómarkaður’, og segir hann þetta orðasamband sé til á Suð-
urlandi. Sömu merkingu leggur Björn Halldórsson i orðið, en hann kynni
að styðjast við skýringu Gríms Thorkelíns, eins og Halldór Halldórsson
tekur fram. En hann færir fram vitnisburði um það, að orðasambandið
„óborið fé“ hafi þekkzt í Borgarfirði fram undir vora daga í merking-
unni ,ómarkað fé‘. önnur aðalskýring orðasambandsins er sú, að átt sé
við fé, sem skorið hafi verið úr móðurkviði; þannig skilja þeir Eiríkur
Jónsson og Fritzner orðið, og R. Arpi hefur skrifað um þetta grein í
Uppsalastudier tillegnede Sophus Bugge 1893, og styður hann þennan
skilning með frásögnum um hjátrú úr Skaftafellssýslu og af Vestur-
landi. Halldór Halldórsson hallast að fyrri skýringunni. Hér er úr vöndu
að ráða. Á fyrri skýringunni er sá galli, að þá verður að leggja aðra
13