Skírnir - 01.01.1959, Page 200
194
Ritfregnir
Skírnir
merkingu í „óborinn“, þegar það er haft um menn (t. d. eigi móttekinn
af föður, 2) eigi skírður, eða 3) borinn að föður látnum). Aftur á móti
getur síðari skýringin náð yfir bæði menn og skepnur. Til frekari at-
hugunar á henni vil ég benda á nokkur atriði. Gamalt, væntanlega alþýð-
legt vitni er fólgið í nafninu „Rímur af Völsungi hinum óborna", en
hann var einmitt skorinn úr móðurlífi. Þegar Völsungasaga hermir þau
orð hans, að mann „mælti eitt orð óborinn, þá má hann hafa mælt það
í móðurkviði -— ýkjusagnir herma frá slíku —, en þetta gæti líka þýtt:
ég, sem hef aldrei fæðzt eða þó að ég hafi aldrei fæðzt. Hjátrú sú, sem
Grágás getur um, á sér hliðstæður í alkunnri trú á hæfileikum (t. d. yfir-
náttúrlegum hæfileikum) þeirra manna, sem skomir hafi verið úr móð-
urkviði; þessa er þegar getið hjá Pliniusi, í dæmi því sem Halldór nefnir
á 97. bls. (Auspicatius e necata parente gignuntur, þ. e. það er heillavæn-
legra, þegar menn em fæddir af dauðri móður); fjöldamörg önnur dæmi
má finna í orðabók Feilbergs undir orðinu „ufodt" („ufodt“ er enn í
dönsku ríkismáli til í merkingunni: tekinn með skurðaðgerð); sjá enn-
fremur „ungeborenes“ í registursbindi ritsins Handwörterbuch des deut-
schen Aberglaubens. — Ef „óborit fé“ tóknaði ‘óborið undir mark, ómark-
að’, væri að ræða um tvítekningu (tautologiu) í lögunum: ef maðr á
óborit fé ok lætr ómerkt ganga; ‘ómerkt’ væri þá alveg sama sem ‘óbor-
it’; er því liklegra, að hér sé um tvö aðgreind efni að ræða. Þess mætti
geta til, að hið óboma fé hafi verið látið ganga ómarkað til þess að afmá
ekki töfra þá, sem fylgdu því að vera skorinn úr móðurkviði og ófæddur.
Og ef sú venja var, að slíkt fé var látið ganga ómarkað, mætti jafnvel
hugsa sér, að merkingin ‘ómarkaður’ hefði færzt yfir á orðið ‘óborinn’,
og þannig mætti skýra þá málvenju, sem Thorkelín getur um 1776 og
höf. hefur grafið upp á vomm dögum. Auðvitað em þessar síðustu hug-
leiðingar minar óvissar, en málið þarf, hygg ég, frekari rannsóknar við
með hliðsjón af alþýðutrúnni og sögnum víða um lönd, svo og danska
orðinu “ufodt”.
Liklegt er, að bók þessi verði mikið lesin, og hún á það skilið, fjallar
um skemmtileg efni á skilmerkilegan hótt, og vafalaust munu niðurstöð-
umar oftast réttar. Mættum við fá meira að heyra!
E. Ö. S.
GuSni Jónsson: Saga Hraunshverfis á Eyrarbakka. Reykjavik 1958.
Guðni Jónsson prófessor ætlar ekki að gera það endasleppt við byggðir
feðra sinna á Eyrarbakka austur. Árið 1952 kom hið mikla rit hans Ról-
staður og búendur i Stokkseyrarhreppi og nú aftur 1958 Saga Hrauns-
hverfis á Eyrarbakka, rit upp ó 470 stórar blaðsíður með öllu og öllu.
Hér er þó engan veginn fjallað um einn af meiri háttar stöðum landsins
eða þá menn, sem mest ber á, þegar skrifað er um landssöguleg efni.
Saga þessi snýst einvörðungu um óþekkta alþýðumenn, sem aldrei heyr-
ast orðaðir við stóra atburði þjóðarsögunnar eða menningarleg afrek