Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 202
196
Ritfregnir
Skimir
þó ekki svo að fólkið legði árar í bát og sykki í vesaldóm, efnalega eða
menningarlega. 1 slíkri sögu er eins mikil Islandssaga fólgin og hinni, sem
um stórviðburðina fjallar og stjómmálin.
Ég sagði áður, að hér væri skrifuð stór bók um lítið hverfi, en hún
hefði átt að vera enn stærri. Mér þyki r of lítið almennt um atvinnuhætti,
bjargræðisvegi, vinnubrögð í þessari bók. Þátturinn um fjörugögn er í
áttina, en er að mínu viti ekki nógu ýtarlegur fyrir ókunnuga, og miklu
meira hefði ég viljað heyra um verkmenninguna. Prófessor Guðni hefði
átt að láta fræðaþuli ættar sinnar lýsa gömlum vinnubrögðum í smá-
atriðum, og með allri virðingu fyrir Skerflóðs-Móra mundi ég vilja láta
nokkrar sögur um tilþrifalitla hrekki hans fyrir greinargóðar skýrslur
um þessi efni.
En höfundur hefur ekki sett sér það mark að skrá í þessa bók atvinnu-
lýsingar. Því er hann ekki um að saka, þótt þær vanti. Bók hans er eftir
sem áður mikils virði frá fræðasjónarmiði. Hún er auk þess ánægjuleg
aflestrar, skrifuð á hreint og staðgott alþýðumál og yljuð af sonarást
höfundar til þeirrar byggðar, þar sem hann finnur rætur sinar standa.
Kristján Eldjárn.
Barði Cuðmundsson: Höfundur Njálu. Bókaútgáfa Menningarsjóðs,
Reykjavík 1958. Skúli Þórðarson og Stefán Pjetursson bjuggu til prent-
unar.
Barði Guðmundsson þjóðskjalavörður var fyrir löngu orðinn þjóðkunnur
maður, er hann lézt. ’í'mislegt dró til þess, en einkum þó útvarpsfyrir-
lestrar hans, blaðagreinar og ritgerðir um Njálu, sem vöktu mikla athygli.
Hér kvaddi sér hljóðs fullhugi og hugsjónamaður. Hann kom fram með
kenningar, sem fóru verulega í bág við ríkjandi skoðanir, og sýn hans
var svo skörp, að Njála varð að mestu leyti að bergmáli stjórnmálabar-
áttu Sturlungaaldar. Hann færði röksemdir fyrir sínum nýstárlegu og
róttæku skoðunum af andriki spámannsins. Hér var á ferli enginn spor-
göngumaður hvorki í rannsóknaraðferðum né niðurstöðum.
Þegar óvæntar og djarfar skoðanir koma fram, skipast menn að jafnaði
í tvo hópa: Sumir gleypa allt með húð og hári, aðrir skella við skoll-
eyrunum. Svo var hér enn.
Það má heita kynlegt, að menn skuli ekki hafa rætt kenningar Barða
ger og af meira raunsæi en gert hefur verið. Voru skoðanir byltinga-
mannsins réttar, var hefðbundin ritskýring Islendinga sagna öll. Tvær
ástæður geta legið til þess. Menn eru yfirleitt latir við að lofa eða lasta
verk þeirra, sem á lífi eru. Nú er Barði kominn undir græna torfu, svo
að nú má vegsama hann eða hallmæla eftir gildi verka hans. Hin orsökin
er sú, að Njálugreinar Barða birtust á svo löngu árabili og í svo marg-
víslegum málgögnum, að erfitt hefur verið að taka afstöðu til málflutn-
ings hans og raka.
Menningarsjóður hefur nýlega gefið út ritgerðir Barða og veitt þannig