Skírnir - 01.01.1959, Qupperneq 204
198
Ritfregnir
Skírnir
sóttur í samtíð höfundar, stjórnmálabaráttu og blóðugar deilur Sturl-
ungaaldar. — 2. Njála er lykilróman. Samtimamenn höfundar eru fyrir-
myndir (margra) sögupersónanna. —■ 3. Höfundur Njálu er Svinfelling-
urinn Þorvarður Þórarinsson. —■ 4. Njála er allt í senn vamarrit, áróð-
ursrit og níðrit.
Um Ljósvetninga sögu og ölkofra þátt má segja allt hið sama og Njálu
að því frá teknu, að höfundur Ljósvetninga s. er talinn Saurbæingurinn
Þórður Þorvarðarson og höfundur ölkofra þáttar Ketill Ketilsson í Efsta-
dal. Mun ég einkum athuga könnun Barða á Njálu.
Eins og sjá má af téðri upptalningu, hefur Barði lagt fram margliðað
kenningakerfi. Ljóst er, að einn liðinn leiðir ekki af öðmm. Gemm ráð
fyrir, að Þorvarður Þórarinsson sé fyrirmynd Flosa, þá skilur himinn og
haf þá kenningu, að Þorvarður Þórarinsson sé höfundur sögunnar. Þvi
krefjast vísindin þess, að sérhver liður sé kannaður einn sér út í æsar,
áður en lengra er haldið, og élyktanir dregnar af þeim forsendum, sem
fyrir eru. Barði gerir enga tilraun til að halda þessum liðum óháðum,
öllu ægir saman, og er það mikill Ijóður á greinum hans.
Kenningar Barða em ekki alveg nýjar af nálinni. Það er nú ár og dag-
ur, síðan vísindamenn gáfu því gætur, að ýmis atvik í Islendinga sögum
ættu að öllum líkindum rætur að rekja til samtíma höfundanna. Guð-
brandur Vigfússon, Björn M. Ólsen, Björn Sigfússon, Einar Ól. Sveinsson
— til að nefna nokkra — hafa allir gefið þessu auga. Visindarannsóknir
síðustu ára hafa gert þetta að staðreynd. Njála er engin undantekning;
hún ber ótvírætt vitni samtíðarinnar m. a. í einstökum efnisatriðum og
jafnvel í mannlýsingum (sjá E. Ól. Sv.: Á Njálshúð 23 o. áfr.; Brennu-
Njáls s. CXIII o. áfr.). Og vissulega var ekki annars að vænta. Barða er
þvi ekki hugmyndin. En þegar þessir vísindamenn og aðrir bentu á ein-
staka atburði, gerði Barði þetta að gmndvallaratriði; frá því sjónarmiði
einvörðungu nálgast hann vandamálið. Hann gengur því miklu lengra en
aðrir hafa árætt.
Það er deginum ljósara, að rannsóknaraðferð Barða er jafnheillandi
og hún er áhættusöm. Hið fyrra var Barða mætavel ljóst, hið síðara mjög
svo á huldu.
Það er nú einu sinni svo, að konur elska bæði í Súdan og í Grims-
nesinu. Ámóta atburðir í mannlegu lífi koma fyrir æ ofan í æ víðs vegar,
án þess að nokkurt samband sé þar á milli. Til þess að hægt sé að segja
fullum fetum, að tengsl séu fyrir hendi, verður því að uppfylla mörg skil-
yrði; því fleiri, því meiri vissa. Atvikin þurfa helzt að vera margþætt
atburðaflétta, röð þeirra svipuð og samband við söguþráðinn ámóta. Mikil
stoð er það, ef atburðirnir era óvenjulegir, fágætir; ef þeir eru of almenns
eðlis, emm við jafnnær. Orðalíkingar em mikil hjálparhella og geta oft tek-
ið af skarið. En almenn orðatiltæki, sem standa ein sér, sanna ekkert; þeg-
ar setningar eins og „hann fell dauður til jarðar“ og „spjót kom á hann