Skírnir - 01.01.1959, Qupperneq 206
200
Ritfregnir
Skírnir
sagnir hafi verið á kreiki um brennuna á dögum höfundar. En mestu
máli skiptir hugmyndaauður og ímyndunarafl höfundar, eins og gefið
var í skyn hér að framan. Höfundi Njálu hefur ekki orðið skotaskuld úr
því að geta sér til um atburði og staga götótta flík arfsagnanna. En auð-
vitað hefur höfundurinn — og það er sennilegt — getað haft brennur
samtímans í huga og þá sérlega Flugumýrarbrennu. En áhrifin geta ver-
ið fremur ósjálfráð en vísvitandi. Ég get ekki fallizt á þá kenningu Barða,
að brennur Sturlungaaldar séu sannanlega beinar fyrirmyndir Njáls-
brennu; til þess eru líkingamar of almennar. Þetta má segja um margar
jöfnur Barða.
Barði telur, að Þorvarður Þórarinsson sé fyrirmynd Brennu-Flosa;
Oddur Þórarinsson, bróðir Þorvarðar, Gunnars á Hlíðarenda; Hálfdan á
Keldum og Steinvör, kona hans, Njáls og Bergþóru; Brandur ábóti Jóns-
son Síðu-Halls; Bandalín Filippusdóttir Hildigunnar Starkaðardóttur. Og
í Ljósvetninga s. er Þorgils skarði fyrirmynd Þorkels háks; Þorvarður
Þórarinsson Guðmundar ríka; Halldór skraf Þorsteins rindils; Þorvarður
í Saurbæ Hlenna í Saurbæ o. s. frv.
Mér er sem skrattanum gagnvart bibliunni: vantrúaður á sannindi
fræðanna.
Um Hildigunni og Bandalín fjallar greinin „Myndskerinn mikli á
Valþjófsstað“. Höfundur Njálu lýsir Hildigunni þannig: „Hún var skör-
ungur mikill og kvenna friðust sýnum. Hún var svo hög, að fáar konur
voru jafn hagar. Hún var allra kvenna grimmust og skaphörð, en dreng-
ur góður, þar sem vel skyldi vera“ (texti Barða, 24*-25).
Barði hyggur, að þessi lýsing komi alls ekki heim við sögupersónuna
Hildigunni; grimmd hennar sé orðum aukin. „Þótt Hildigunnur krefjist
hefnda fyrir víg Höskulds og neyti örþrifaráða til þess að knýja Flosa
til fulltingis, réttlætir þetta ekki ummæli höfundarins" (25) — segir Barði.
En er unnt að sýna miklu meiri grimmd en Hildigunnur? I þessu sam-
bandi er rétt að minnast þess, að siðfræði blóðhefndarinnar er oftlega
fráhverf Njáluhöfundi, eins og húskarlavígin og sáttarfóm Siðu-Halls á
Alþingi bera vitni um. Kristindómur á ítök í höfundi Njálu. Þessi sál-
fræðilega túlkun Barða virðist mér án efa röng. En af þessu ályktar
hann, að höfundur hafi grimmd Randalínar í huga. Enn fremur er
það skoðun Barða, að orð Njálu „Hún var svo hög, að fáar konur voru
jafn hagar“ — eigi ekki við Hildigunni, heldur hafi höfundur Randalín
í huga. Hagleikur í hannyrðum hefur ætið þótt sómi kvenna, enda er
slíks getið um margar konur af háum stigum. Ég lít á þetta sem bók-
menntalegt, venjubundið einkunnarorð (epithet). En það má spyrja:
Hvernig veit Barði, að Randalín var grimm, og hvar er sönnun þess, að
Randalín var hög? Um það þegja allar heimildir. En af þessu — og nokkr-
um öðrum ámóta rökum — kemst Barði að þeirri niðurstöðu, að Randalín
hafi skorið myndimar á hina kunnu Valþjófsstaðahurð. Þetta er víta-
hringur.