Skírnir - 01.01.1959, Síða 208
202
Ritfregnir
Skírnir
(texti Barða 53-54). Þetta á að koma heim við hlutverk Brands ábóta á
Rauðsgilsfundi þeirra Þorvarðar Þórarinssonar og Þorgils skarða, þegar að-
förin að Hrafni Oddssyni og Eyjólfi Þorsteinssyni var ráðin.
Barði telur, að Þorvarður hafi leitazt við að forðast fund Brands ábóta,
föðurbróður sins, vegna þess, að hann mundi — eins og Síðu-Hallur —
letja allra stórræða. Þetta er hrein getgáta, en við skulum láta hana eiga
sig og fylgjast með Barða í röksemdafærslunni. Barði segir siðan, að ábóti
hafi lagzt eindregið gegn fyrirhugaðri herför „og kvaðst fullkomlega vera
misgert i þessari ferð, svo að ósæmilegt er, að ég leggi samþykki til“ (Þor-
gils s., texti Barða 54). Látum söguna vera alla. En heimilar þessi jafna,
að Síðu-Hallur = Brandur ábóti? Vissulega ekki. Er ekki svo, að í öllum
meiri háttar deilum eru til menn, sem sjá, að í óefni er komið og bera
sáttarorð á milli? Sagan er þó ekki nema hálfsögð. Barði getur ekki loka-
orða Brands ábóta á fundinum: „Hart er þat, at vér skulim bera frændr
vára göfga bótalausa fyrir bóndasonum, ok svá myndi þykkja Ormi, bróð-
ur mínum, ef hann lifði“ (Sturl. II, 175). Brandur er blandinn; sem full-
trúi erlends kirkjuvalds vill hann stilla til friðar, en íslendingurinn í
honum vill ganga á milli bols og höfuðs á andstæðingum sínum. Brandur
ábóti gat varla mælt öflugari frýjunarorð til Þorvarðar, frænda síns, um
leið og hann hverfur af fundi. En hvað um það, þá orkar það tvimælis,
hvort Barði geti sótt nokkurn stuðning í þennan atburð fyrir skoðun sinni;
Síðu-Hallur virðist ekki beggja blands i friðarboði sínu á Alþingi.
Sú er skoðun Barða, að för Flosa til Þingvalla, málsókn hans eftir vig
Höskulds Hvítanesgoða, sættaumleitanir, eiðtakan við Almannagjá, ferða-
lög Flosa o. s. frv. séu að meira eða minna leyti spegilmynd lífsferils Þor-
varðar. Þetta kannar hann í téðri ritgerð „Regni á Bláskógaheiði".
Þegar á alla þessa atburði er litið, mætti ætla, að Barði hefði nokkuð
til síns máls. Oft eru þó veruleg frávik, sem Barði getur ýmist lauslega
eða alls ekki. Og við nánari athugun eru einstök atvik eða rás viðburða
svo almenns eðlis, að engin ályktun er leyfileg. Þannig hyggur Barði, að
sáttaumleitanir Njáls við Flosa á Alþingi eftir víg Höskulds Hvítanesgoða
eigi rætur að rekja til sáttabeiðni Hrafns og Eyjólfs við Þorvarð Þórarins-
son og Þorgils skarða fyrir Þverárbardaga. I hverju liggur líkingin? Hún
er sú, að í báðum dæmum eru héraðssektir og utanferðir dregnar undan;
enn fremur er víg Höskulds lagt í jafnaðardóm, og Þorvarður vill fallast
á að leggja sök sína gegn Hrafni og Eyjólfi í sams konar dóm. Hér skilur
þó a. m. k. tvennt. Á Alþingi er það einn gerðarmanna, Snorri goði, sem
mælir gegn héraðssektum og utanferðum; fyrir Þverárbardaga eru það
sjálfir deiluaðilar, Hrafn og Eyjólfur, sem draga undan slík ákvæði. Enn
fremur krefst Þorvarður utanfarar Eyjólfs, en engu slíku er hreyft af
Flosa á þingi. Líkingin er of almenn. Var ekki annars við því að búast,
að héraðssektir, utanfarir og jafnaðardómur yrðu efst á baugi við slík
málaferli sem þessi?
Barði gerir nákvæman samanburð á ferðum Þorvarðar og Flosa. Þor-