Skírnir - 01.01.1959, Qupperneq 209
Skírnir
Ritfregnir
203
varður lagði upp í för sina til hefnda eftir Odd, bróður sinn, frá Aust-
fjörðum í byrjun hábjargræðistímans. En Flosi á hinn bóginn sækir ekki
heim Njál og sonu hans fyrr en eftir töðuannir. Barði telur, að Þorvarður
hafi látið sér það víti verða að varnaði að kalla upp bændur frá búum
sínum skömmu fyrir túnaslátt i langa herför í aðra landsfjórðunga; því
láti Þorvarður — höfundur Njálu — brennuför Flosa eiga sér stað eftir
heyhirðingu (46-7). Við getum látið þessa skýringu lifa sinu lífi. En eitt
skiptir þó verulegu máli. Barði reynir vitaskuld eftir föngum að færa rök
fyrir máli sínu með því að benda á sem flestar jöfnur úr lífi Flosa og
Þorvarðar, en þegar ólikingum er líka beitt sem sönnunargögnum, er ég
hættur að fylgjast með.
f fyrrnefndri grein segir Barði það fyrirvaralaust fullum fetum, að
Þorvarður Þórarinsson sé höfundur Njálu (47). Þetta kemur eins og skoll-
inn úr sauðarleggnum á þessum stað. En látum fullgott heita um sinn.
Hins vegar fer að káma gamanið, þegar Barði sannar af Njálu, hvar Þor-
varður gisti i leiðangri sínum til Bláskógaheiðar (52) — hvar fundum
þeirra Svínfellinga, Brands ábóta og Þorvarðar bar saman (54) — og hvað
fór á milli Þorvarðar og Hálfdanar á Keldum (55), þótt engar frásagnir
fari af þessum atburðum í samtíma, sögulegum heimildum. Við slíkar
ályktanir gleymir Barði, að Njála er skáldsaga; sú var nefnilega ætlun
hans. En það er annað, sem er ef til vill enn varhugaverðara: Barði geng-
ur út frá þvi, sem hann er að reyna að sanna.
f Njálu segir svo frá fyrirboða Njálsbrennu: „Hann (o:Hildiglúmur)
heyrði brest mikinn, ok þótti honum skjálfa bæði jQrð ok himinn. Síðan
leit hann í vestrættina ok þóttisk hann sjá hring og eldslit á ok í hring-
inum mann á grám hesti. Hann bar skjótt yfir, ok fór hann hart; hann
hafði loganda brand í hendi. Hann reið svá nær honum, at hann mátti
gQrla sjá hann; honum sýndisk hann svartr sem bik ok heyrði, at hann
kvað vísu með mikilli raust:
Ek ríð hesti
hélugbarða,
úrigtoppa,
ills valdanda.
Eldr er í endum,
eitr er í miðju;
svá er um Flosa ráð
sem fari kefli,
ok svá er um Flosa ráð
sem fari kefli.
Þá þótti honum hann skjóta brandinum austr til fjallanna, . . .“ (Njála,
320-21, útg. E. Ól. Sv.).
Þessa vitrun hyggur Barði að nokkru eftirmynd af draumi Þorleifs
Þórðarsonar úr Görðum fyrir norðurreið þeirra Þorvarðar og Þorgils
skarða (57), en það er fráleitt með öllu, ólíkingin er stærri en líkingin.