Skírnir - 01.01.1959, Page 210
204
Ritfregnir
Skírnir
En það var nú ekki aðallega það, sem skal bera á góma hér heldur túlkun
Barða á kviðlingnum, sem sýnir berlega, hversu langt honum hættir við
að fara í ályktunum. Orðin „svá er um Flosa ráð sem fari kefli“, telur
hann merkja, að ráð Flosa sé reikult (fyrir Njálsbrennu); þetta eigi því
alls ekki við Flosa, heldur við Þorvarð é för hans um Bláskógaheiði;
höfundur komi hér upp um sig.
Engum getur blandazt hugur um það, að skilningur Barða er úr máta
hæpinn. Þessi orð merkja að öllum líkindum, að „ráð Flosa er líkt eldi-
brandi, sem slöngvað er (það er framkvæmt með svo skjótum hætti, og
leiðir hið sama af því“; — túlkun E. Öl. Sv., Njála 321 nmáls). Og kemur
þetta mætavel heim við brennuáform Flosa.
Einnig er það ætlun Barða, að fjögur fyrstu vísuorð kviðlingsins byggi
á persónulegum endurminningum höfundar. Merkingin virðist þessi: „Ég
ríð hesti með hrím í makka og votan topp: ógæfa fylgir honum“ (E.Öl.Sv.).
1 þjóðtrúnni er það ekki með öllu óþekkt, að hesturinn er tákn ógæfunnar
sem hér, og má það vera skýringin á því, hví hesturinn er „hélugbarði,
úrigtoppi“. Ég fæ ekki séð, að þessi táknmynd eigi á nokkurn hátt skylt
við ferðalag Þorvarðar Þórarinssonar um Bláskógaheiði. En niðurstaða
Barða var þessi: „Þegar þessa er alls gætt, segir mér hugur um það —-
að sunnudaginn þann 12. júlí 1255 -— hafi sem oftar endranær — verið
regn á BláskógaheiSi“ (leturbr. Barða, 59).
Þessar örfáu athuganir verða að nægja. En svipaðar athugasemdir og
hér hafa verið gerðar, má segja um ekki ófáar líkingar Barða.
Frekari dæmi úr Njálu má nefna greinina „Hrafnar tveir flugu
með þeim“, þar sem Oddur Þórarinsson er talinn fyrirmynd Gunnars
á Hliðarenda; og ritgerðina „Bráðskapaðir lagamenn“, þar sem Sig-
hvatur Böðvarsson á Stað er fyrirmynd Þórhalls Ásgrímssonar o. s. frv.
Og úr Ljósvetninga s. má nefna t. d. Þorgils skarða og Þorkel hák (106
o. áfr.), Ingveldarmál og Friðgerðarmál (136 o. áfr.), dauða Koðráns Guð-
mundssonar og Þorgils skarða (142 o. áfr.), Vigfús Gunnsteinsson og Hrafn
að Lundarbrekku (173) o. s. frv. Likingarnar eru alltof almennar og
óljósar til þess, að þær bendi í ákveðna átt, hvað þá sanni nokkuð. En
um sumar af þessum jöfnum má sennilega segja það sama og um Njáls-
brennu hér á undan.
Víkjum nú að þriðja lið kenningakerfisins: Hefur Barði fært fullgild
rök fyrir því, að Þorvarður Þórarinsson sé höfundur Njálu?
Þótt Barði hefði rétt fyrir sér, að ferill Flosa í Njálu spegli atburði úr
lífi Þorvarðar Þórarinssonar —• en það tel ég óvíst með öllu —- leiðir ekki
af því, að Þorvarður sé höfundur sögunnar. Barði skilur ekki á milli þess-
ara kenninga, eins og fyrr segir. Ástæðan til þess mun fyrst og fremst
vera sú, að Barði var frá upphafi vega sannfærður um, að Þorvarður Þór-
arinsson væri höfundurinn. Barði varpaði fyrst fram þessari hugmynd i
Skírnisgrein, „Goðorð forn og ný“, 1937, og í elztu greinum sínum full-
yrti hann umsvifalaust, að röksemdimar fyrir þessari kenningu sinni væm