Skírnir - 01.01.1959, Síða 211
Skirnir Ritfregnir 205
meir en nægar. Barða var þetta svo augljóst mál, að honum þótti varla
þörf raka.
f greininni „Staðþekking og áttamiðanir Njáluhöfundar" kannar Barði,
hvað staðfræði og áttatáknanir Njálu gefa til kynna um heimkynni höf-
undar. Niðurstaða Barða af þeim athugunum var þessi: „Höfundurinn er
alinn upp í Múlaþingi, en skrifar söguna í Ámesþingi. Af staðaþekkingu
hans má auk þess ráða, að hann hafi oft átt í alþingisferðum og verið
gagnkunnugur alfaraleiðum austan um land til Þingvalla. Þar við bætist
svo loks, 'að staðþekking söguritarans við Eystri-Rangá og á leiðinni til
Keldna ber mjög svip átthagaþekkingar" (17).
Þessi niðurstaða — svo ótrúleg sem hún virðist af litlum hjálpargögn-
um — kom mætavel heim við Þorvarð Þórarinsson. Hann fæddist að Val-
þjófsstað í Fljótsdal og bjó síðustu ár ævinnar 1289—96 að Amarbæli í
öflusi; þar hefði því Þorvarður Þórarinsson skráð söguna og ritunartími
Njálu væri síðasti áratugur 13. aldar.
Það er ekki ólíklegt, að menn hafi treyst um of á áttatáknanir í Njálu
í þeim tilgangi að hafa hendur á höfundi, þótt sjálfsagt sé að taka tillit
til þeirra. Er ekki hugsanlegt, að áttarorðin séu að nokkru sprottin af
brjóstviti höfundar á sama hátt og hann getur sér til um tímatal? En
hvað um það, þá hafði Barði lagt fram veruleg rök fyrir máli sínu, ef
rétt væri.
Stefán prófessor Einarsson athugaði m. a. notkun áttarorða Njálu i
Skimisgreinum fyrir nokkrum árum (1952, 1953). Sú var niðurstaða hans,
að óliklegt væri, að Austfirðingur hefði skrifað söguna.
Eins og kunnugt er, er Stefán Einarsson hljóðfræðingur og mállýzku-
fræðingur og — það skiptir mestu máli í þessu sambandi — sjálfur Aust-
firðingur. Að öðm jöfnu virðist varla kleift annað en ætla, að Stefán hafi
meira til sins máls en Barði. Annað verður ekki sagt um þetta hér, en
vísa má til athugana Einars Ól. Sveinssonar um staðfræði og áttatáknanir
sögunnar í formála Njáluútgáfu hans. Er hann ekki trúaður ó það, að
Barði hafi rétt fyrir sér.
Lokagrein ritgerðasafnsins ber titilinn „Málfar Þorvarðar Þórarinsson-
ar“. Niðurlagsorð þeirrar greinar hljóða svo: „Eftirhermusnilli Þórðar (o:
Þórðar Hítnesings, höf. Þorgils s.) eigum vér það að þakka, að benda má
nú á Njáluhöfundinn með ömggari vissu en þótt staðið hefði á fornu
handriti sögunnar: Bókina hefir skrifað Þorvarður Þórarinsson" (299).
Hvernig er hægt að leyfa sér slíka ályktun?
Tvær heimildir gefa hugmynd um málfar Þorvarðar Þórarinssonar. 1
Árna s. biskups er klausa nokkur úr bréfi til Magnúss lagabætis Noregs-
konungs, sem höfundur sögunnar eignar Þorvarði Þórarinssyni. Að auki
em ræðustúfar í Þorgils s. skarða, einkum hin svonefnda Grófarræða, er
Þorvarður Þórarinsson á að hafa flutt fyrir Þverárbardaga. Grófarræða
Þorvarðar er án efa rituð löngu siðar eftir minni af höfundi Þorgils s. og
færð í stílinn af honum. Okkur skortir þvi allar forsendur til að ætla.