Skírnir - 01.01.1959, Page 213
Skímir
Ritfregnir
207
gert sig beran að slíkri fákunnáttu í lögvisi sem höfundur Njálu. Enn
fremur gefur augaleið, að Njála er rituð, þegar Járnsíða gilti; önnur
skýring sennilegri er ekki til.
Er þá komið að 4. lið í kenningakerfi Barða: Njála er niðrit. Röksemda-
færsla Barða er eitthvað á þessa leið: Þorgils s. skarða dregur óspart taum
Þorgils, en svertir andstæðinga hans, og þá að sjálfsögðu drápsmann Þor-
gils, Þorvarð Þórarinsson. Þorgils s. lætur þessi orð falla skömmu fyrir
vig Þorgils: „Þorvarður úr Saurbæ var hinn mesti vinur nafna síns af
bændum i Eyjafirði. Hafði Þorvarður Þórarinsson jafnan tal við hann.
Hann þótti vera nokkuð óheill og illráður" (texti Barða, 147). Höfundur
Þorgils s. gefur því í skyn, að Þorvarður Saurbæingur hafi með undir-
róðri stuðlað að ódæðinu. Einkum af þessu — og ekki eru nú hjálpar-
gögnin mikil — ályktar Barði, að Ljósvetninga s. sé vamarrit Saurbæ-
inga gegn þessum dylgjum, en um leið ádeila á Þorvarð Þórarinsson (=
Guðmund rika), þar sem honrnn er m. a. núin kynvilla um nasir. Þor-
varður Þórarinsson unir þessu illmælgi og brigzlum illa og semur því
Njálu til að bera blak af sér bæði fyrir dráp Þorgils og bakbit þeirra
Saurbæinga; en um leið klekkir hann á óvinum sínum, niðir þá. Sömu
lyndiseinkunnir og Þorvarður úr Saurbæ hefur illmennið Mörður Val-
garðsson í Njálu, sem hvetur til vígs Höskulds Hvítanesgoða. Hér koma
loks fleiri atriði til hjá Barða, sem of langt mál yrði upp að telja.
Mér virðist allt þetta byggt á sandi, hugarburður frá upphafi til enda.
Nú munu menn spyrja: Hver eru rökin fyrir þeirri staðhæfingu? En
þá er því til að svara, að Barði hefur ekki rennt svo haldgóðum stoðum
undir kenningar sínar, að talizt geti nokkur fótur fyrir þeim. Að afsanna
getur oft verið jafnerfitt sem að sanna. Og auðvitað er það svo, að sönn-
unarskyldan hvílir á þeim, sem vill bera fram slíkar kenningar sem Barði.
Það er höfuðatriði málsins. Nokkrar almennar athugasemdir skulu samt
gerðar hér.
Barði byggir kenningar sínar fyrst og fremst á téðri klausu í Þorgils s.
skarða. Má vera, að túlkun Barða sé rétt, en við vitum það ekki með vissu.
En óneitanlega er grundvöllurinn nokkuð ótraustur.
Barði sækir síðan efnivið í bygginguna úr líkingum, sem eru að meira
eða minna leyti hæpnar. Oft er þá nauðsynlegt að grípa til orðsins „virð-
ist“, en niðurstaðan hefur allajafna „er“. Skyldi húsið ekki riða til falls,
þegar svo er reist? Það er forsenda fyrir ætlun Barða, að Þorgils s. skarða
sé eJdri en Ljósvetninga s. Jón Jóhannesson tímasetur með töluverðri vissu
Þorgils s. til áranna 1275—80 (Sturl. II, XLVII). Meiri erfiðleikum bund-
ið er að kveða á um aldur Ljósvetninga s. Björn Sigfússon hallazt helzt
að því, að sagan sé rituð laust eftir miðbik 13. aldar (lsl. fornrit 10, L.).
Ef þetta er rétt, þarf ekki vitnanna frekar við.
Barði hefur vafalítið rétt fyrir sér að þvi leyti, að ölkofra þáttur er
ádeila eða níðrit á höfðingjaveldið, þótt rök hans fyrir höfundarnafninu
séu ekki upp á marga fiska. En þótt Ölkofra þáttur sé ádeilurit, leiðir