Skírnir - 01.01.1959, Síða 216
210
Ritfregnir
Skímir
mér virðist bók Einars Öl. Sveinssonar „Dating the Icelandic Sagas“ nokkur
áfangi í bókmenntasögunni. Milli Islenzkra fomrita og bókar Einars Öl.
Sveinssonar er náið samband, ekki aðeins í skoðunum og vísindalegum
vinnubrögðum, heldur má rekja tilefni þessarar nýju bókar öðmm þræði
til Islenzkra fornrita, eins og höfundur sjálfur tekur fram. Þar hafa birzt
velflestar Islendinga sögur, og hver saga hefur fengið sína sérstöku rann-
sókn og um leið tímasetningu, og því er full ástæða til að nema staðar
um sinn og líta yfir farinn veg. Ekki skulu lesendur þó ætla, að höfundur
byggi eingöngu á Islenzkum fomritum. Alls ekki. Hann dregur að föng
hvaðanæva.
Tilgangur höfundar með bók sinni eða öllu heldur kveri — ritið er
127 bls. að lengd í litlu broti — er sá, að kanna þær aðferðir eða leiðir,
sem vísindamenn hafa farið til að finna ritunartima Islendinga sagna.
Bókin er vísindarit um rannsóknaraðferðir (metodik). Mér vitanlega hef-
ur aldrei áður verið skrifuð nein sérstök grein um þetta efni — hvað þá
safn ritgerða — og er því bókin einstök að markmiði og uppbyggingu;
og þeim mun kærkomnari.
Ekki þekki ég betri og skjótari leið til að gefa hugmynd um efni bók-
arinnar en að nefna kaflafyrirsagnir hennar: Earlier Researches, Technical
Terms, Manuscripts and Texts, Alterations in the Texts, Subjective and
Objective Evidence, References to Saga-writing in Early Texts, The Ages
of Manuscripts, Historical Evidence, Family Sagas and Contemporary Hi-
story, Literary Relations, Linguistic Evidence, Clerical and Romantic In-
fluences, Artistry, Heroic Sagas and the Decline of Realism, Conclusions.
Þeir, sem hafa fengizt við rannsóknir Islendinga sagna, vita gjörla, að
leita verður víða fanga við tímasetningu þeirra. Höfundur kemur því víða
við — eins og greina má af téðri upptalningu — og drepur á mörg helztu
vandamál bæði um ritunartíma Islendinga sagna og mn könnun þeirra
almennt. Hr þessari litlu bók má fá góða hugmynd um stöðu íslenzkra
fræða í dag, hvað við vitum og hvað við vitum ekki.
Eins og höfundur gerir grein fyrir, eru hjálpargögnin við tímasetningu
einkum þessi: aldur handrita, sagnfræðileg rök, tengsl Islendinga sagna
við samtíma viðburði, rittengsl, mállegir vitnisburðir, list, still.
Höfundur kannar allar þessar aðferðir, vegur þær og metur. Þær eru
ýmist huglægar (subjectiv) eða hlutlægar (objectiv), afstæðar (relativ)
eða algerar (absolut). Handritin gefa til að mynda hlutlæga og algera
lausn, stíllinn huglæga og afstæða o. s. frv. En á öllum þessum aðferðum
eru meiri eða minni agnúar, sér í lagi vegna þess, hversu varðveizlu Is-
lendinga sagna er farið. Hér skal í örstuttu máli minnzt nánar á þessar
aðferðir — en í bókinni er þetta fyllra og ljósara — og rætt nánar um
eina leiðina: tímasetningu byggða á list sagnanna, því að þar er einkum
þörf umvöndunar.
Eins og kunnugt er, hafa Islendinga sögur ekki varðveitzt í frumriti,
heldur langflestar í handritum frá 14. öld eða yngri; þó eru til örfá skinn-