Skírnir - 01.01.1959, Síða 217
Skirnir
Ritfregnir
211
bókarbrot frá 1300 eða eldri af Egils s., Laxdælu, Eyrbyggju og Njélu.
En hversu fer með allan þorra Islendinga sagna, sem er í handritum frá
14. eða 15. öld, eða jafnvel enn síðar? Það er augljóst, að aldur handrita
hjálpar sjaldan, því að sagan sjálf er oftast miklu eldri en handritið. Þó
kemur þessi aðferð oft að góðum notum. Þegar elzta handritabrotið af
Egils s. er frá nálega 1250, þá er það góð vísbending um aldur sögunnar.
Og ætíð er fyrst gætt að aldri handrita við tímasetningu sögu.
Hér hæfir að minnast lítillega á könnun handrita. Eins og höfundur
réttilega tekur fram, fer það eftir fjölda, aldri og gildi handrita, hversu
nálægt frumtextanum er unnt að komast. En af því leiðir, að undirstaða
allra rannsókna er könnun handrita. Það má því heita ótrúlegt, að sögur
eins og Njála, Egils s., Laxdæla, Eyrbyggja og Grettis s. o. fl. skuli ekki
hafa hlotið fullkomna handritakönnun og vísindalega textaútgáfu. Að
vísu kannaði Einar Ól. Sveinsson handrit Njálu fyrir útgáfu sögunnar í
Islenzkum fomritum, en að hans eigin sögn eru enn órannsökuð nokkur
ung pappírshandrit sögunnar. Ólíklegt má þykja, að í þeim kunni að
leynast sjálfstæður texti, en á meðan óreynt er, fer bezt á því að fullyrða
ekkert. Sama má segja um hinar sögumar, nema síður sé. Þetta er ekki
vansalaust.
Þegar handrit veita litla stoð, má grípa til sagnfræðilegra raka, ef
þau em fyrir hendi; em þau af ýmsum toga: ættartölur, fomleifar, stofn-
anir, siðir og menningarsögulegir vitnisburðir — eða rnenn og atburðir
nefndir í námunda við ritunartíma. Verður þá ávallt að vera á varðbergi
fyrir yngri viðaukum, einkum ættfærslum. Gildi slikra vitnisburða er að
jafnaði meira sem nær dregur ritunartíma sögunnar. Slíkir vitnisburðir
hafa því oft næsta lítið gildi, en stundum em þeir hin mesta hjálparhella.
Gott dæmi um það er Njála, sem höfundur hefur tímasett með vemlegri
vissu til nálægt 1280, einkum vegna tengsla við lagamál og lagahugtök
Járnsíðu, en lagaákvæði hennar giltu hér á landi aðeins í tíu ár (1271
—1281).
Það er augljóst, að þessar aðferðir koma ekki einatt að haldi. Er þá
röðin komin að rittengslunum, og hafa þau borið mestan og beztan ávöxt.
Hafa verið föng á að skorða ritunartíma Islendinga sagna sem bókmennta-
greinar og að auki tímasetja einstaka Islendinga sögur með samanburði
við konunga sögur, Landnámabók og aðrar Islendinga sögur. Með þessari
aðferð em tök á að finna fyrri tímatakmörk íslendinga sagna. Miðsaga
Ólafs helga, sem ef til vill er frá 1200, eins og A. Holtsmark hefur nýlega
ætlað, studdist við Fóstbræðra sögu. Heiðarvíga saga er talin eldri en
Fóstbræðra s., en hún má vera jafngömul, en það skiptir ekki verulegu
máli, því að hægt er að telja nokkum veginn víst, að fslendinga sögur
sem bókmenntagrein eigi rætur að rekja til siðustu ára eða áratuga 12.
aldar. Þannig leikur enginn vafi á, að 13. öldin er ritunartími flestra fs-
lendinga sagna. Sérstök hjálparhella hafa gerðir Landnámabókar verið
vegna þess, að Sturla Þórðarson studdist við margar íslendinga sögur, og
14*