Skírnir - 01.01.1959, Qupperneq 218
212
Ritfregnir
Skímir
má þá fá terminus ante quem fyrir þær sögur. En aðrar sögur virðast
hafa stuðzt við bók Sturlu, og fæst þá terminus a quo. En rittengslin eru
ekki einhlít. Oft er torvelt að fullyrða, hvort sagan er veitandi eða þiggj-
andi — eins og fjölmörg dæmi sýna — ef þá er um rittengsl að ræða á
annað borð.
Þær aðferðir, sem eftir er að nefna: 1) samtimaatvik, 2) list, 3) stíll,
4) málleifar, eru allar að meira eða minna leyti vafasamar, ef frá eru
skildar málleifarnar, gamlar orðmyndir eða rithættir, en þá verður viss
fjöldi gamalla orðmynda að vera fyrir hendi. En ef við erum svo illa á
vegi staddir, að handrit er ungt, sagnfræðleg rök engin og rittengsl engin
eða óviss — allt af skomum skammti, getum við þá leyft okkur að tíma-
setja sögurnar eftir list þeirra og stíl eingöngu? Um þetta segir Einar Öl.
Sveinsson: „I cannot give a strong enough warning against rashness in
dating sagas by their composition" (115). En er þessari reglu fylgt, þegar
til kastanna kemur? Við skulum gefa þessu gætur. Mér er enn í minni,
hversu ég féll í stafi af hrifningu, er ég las og lærði þær hugmyndir, sem
nú em uppi meðal fræðimanna um þroskasögu og þróunarferil íslenzku
sagnaritunarinnar. Allt var svo einfalt, allt svo ljóst, allt svo stórkostlegt.
Varla orkar tvímælis, að þetta kenningakerfi — eins og Sigurður Nordal
í bók sinni um Snorra Sturluson, i formála Egils s. og víðar hefur dregið
upp —■ er i megindráttum rétt. En mönnum hættir við að sjá of stórt,
línurnar vilja verða of skýrar. Sigurður Nordal hefur sjálfur varað við
að draga of almennar ályktanir af þessu, en hann og aðrir hafa ekki gætt
þess sem skyldi. Gott dæmi um þetta er timasetning Sigurðar Nordals á
Bjamar s. Hítdælakappa í Islenzkum fornritum. Nú er svo háttað með
Bjamar s., að fyrrgreindar hjálparleiðir stoða lítt við tímasetningu henn-
ar, varðveizla slæm, handrit ung o. s. frv. Vitað er, að Sturla Þórðarson
studdist við söguna í Landnámu sinni og því er hún eldri en á að gizka
frá 1280. Það væri of langt mál að ræða ítarlega allar röksemdir Sigurðar
Nordals fyrir tímasetningu sögunnar, svo að ég vísa til Islenzkra fomrita
III, LXXXIX o. áfr., þar sem lesendur geta kynnt sér þær nánar. Ég
fullyrði aðeins, að þar er beitt út í yztu æsar þróunarkenningunni til að
fá fram ritunartímann, list og stíll sögunnar eru einu aldurseinkennin.
Meðal annars ætlar Sigurður Nordal, að sagan hefði verið listrænni, ef
höfundur hennar hefði þekkt rit Snorra; af því leiðir, að höfundurinn
hefur ekki þekkt rit Snorra og sagan er því eldri en frá 1230. Enn fremur
telur Sigurður Nordal, að engin frambærileg rök séu fyrir hendi til að
ætla söguna eldri en frá 1215 eða 1220 — eða 15 til 20 ámm eftir að rit-
un íslendinga sagna hófst — og því sé sagan rituð einhvern tíma á ár-
unum 1215 eða 1220 til 1230.
Þessi niðurstaða getur verið rétt. En eftirfarandi athugasemd er í full-
um rétti: Ef nauðsynlegt er að ákvarða ritunartíma sögu svo náið, að leiki
á einum áratug eða svo, án þess að fyrir þvi séu fullgild rök, er auðvitað