Skírnir - 01.01.1959, Side 219
Skírnir
Ritfregnir
213
skylt að slá varnagla. En svo er nú ekki gert, þótt bæði terminus a quo
og terminus ante quem séu meir í ætt við ágizkun en sörmun.
Anne Holtsmark tímasetti Miðsögu Ólafs s. helga til 1200, eins og að
framan greinir. En Miðsagan styðst við Fóstbræðra s. eins og Sigurður
Nordal sýndi fram á endur fyrir löngu. Hversu djörf fyrri timasetning
Bjarnar s. er hjá Sigurði Nordal, sést bezt af því, hvaða afleiðingu þessi
ætlun Anne Holtsmarks hefur. Skyldi þá ekki vera hægt að telja fyrri
tímatakmörk sögunnar um 1200 — þar sem Bjarnar s. átti að vera rituð
15—20 árum eftir upphaf Islendinga sagna?
Háskinn við slíkar tímasetningar er fólginn í því, að einstaklingurinn,
höfundurinn, er fyrir borð borinn. En svo er margt sinnið sem skinnið.
Allir hafa þeir sérstakar gáfur, smekk, lífsviðhorf og listfengi. Það er ekki
öldungis vist, að höfundur Bjamar s. Hítdælakappa hafi getað lært tök-
in, þótt hann hefði lesið rit Snorra. Enn má geta þess, að engin ástæða
er til að ætla, að Egils s. og Bjarnar s. hafi ekki getað verið ritaðar sam-
tímis; eða þá hitt, að höfundur Bjamar s. hafi alls ekki þekkt Egils s.,
þótt hún hafi verið þegar rituð. Og loks er rétt að hafa í huga, að einstaka
sagnir hafa oft verið ómm saraan í smíðum. Hér er svo margt á huldu,
að bezt er að hafa gát á öllu. Auk sérstöðu einstaklingsins koma fleiri
atriði til, sem knýja til varkámi. Þannig ber að taka tillit til þess, að gera
má fastlega ráð fyrir, að ferill sagnaþróunarinnar fari nokkuð eftir hér-
uðum. Rétt er að taka fram, að Bjarnar s. er sennilega rituð á næstu grös-
um við Egils s. Hins vegar má ætla, að samanburður á t. d. sögum úr
Eyjafirði og Borgarfirði, sem eru á liku þroskastigi, sanni ekki sama aldur.
Aldurstengsl Eyrbyggju og Laxdælu sýna i bezta lagi, hversu varasamt
er að timasetja sögu eftir list hennar og samsetningu einvörðungu. Nokkur
styr stendur þó um aldur Eyrbyggju. Einar Ól. Sveinsson, sem gaf þessar
sögur út i Islenzkum fornritum, komst að þeirri niðurstöðu, að tilvitnun
Eyrbyggju til Laxdælu mætti leggja fyrir róða.
Þannig er mál með vexti, að visur í Eyrbyggju og Sturlungu em svo
svipaðar að orðfæri, að rök hníga að því, að þar séu tengsl á milli. Elzta
visan er ort af Sighvati Sturlusyni 1222. Þess vegna ályktaði Einar Ól.
Sveinsson, að Eyrbyggja væri líklega rituð fyrir 1222 og þegar alkunn
(Islenzk fornrit IV, XLV o. áfr.). Hins vegar er tímasetning Laxdælu
nokkuð viss frá miðbiki aldarinnar eða litlu fyrr; einkum af þessu væri
óumflýjanlegt að vísa tilvitnun Eyrbyggju til Laxdælu á bug. Nærri má
geta, að sterkra raka er þörf til að hnekkja tilvitnuninni, enda mun Einar
Ól. Sveinsson hafa gert það eftir töluverða yfirlegu. Mál þetta er torvelt
viðfangs. Frá minum bæjardymm séð sanna tengslin milli vísna í Eyr-
byggju og Sturlungu einungis, að visur Eyrbyggju hafi verið alkunnar,
ekki sagan sjálf, þótt það sé í aðra röndina líklegra; en tilvitnunin er
þyngri á metunum. Ég hygg því, að skoðun annarra visindamanna sé
sennilegri, að Laxdæla sé eldri en Eyrbyggja. En hér verður þó ekkert
fullyrt. En hvaða slóða dregur þetta á eftir sér -— ef rétt er? Eyrbyggja