Skírnir - 01.01.1959, Síða 220
214
Ritfregnir
Skírnir
verður þá að teljast a. m. k. frá miðbiki 13. aldar. Ef sögurnar væru ein-
göngu timasettar eftir anda, þroskastigi og lífsviðhorfi höfunda, yrði dóm-
urinn að líkindum sá, að Laxdæla væri frá því um 1260, Eyrbyggja frá
því um 1210. Hálf öld lægi á milli.
Ég hef nú drepið á þessi atriði til að sýna, hversu óvarlegt það er að
byggja á þroskaferli sagnanna eingöngu, ekki að tala um, þegar bent er
með þessari aðferð á ákveðinn áratug. 1 síðasta bindi íslenzkra fornrita,
Eyfirðingasögum — hygg ég —- að útgefandinn, Jónas Kristjánsson, hafi
beitt æskilegri vísindaaðferð. Lætur hann ritunartíma Víga-Glúms s. leika
á þremur áratugum, 1220—1250, og bendir síðan á einstök atriði, sem ef
til vill gætu þrengt þetta bil, en þar sem rökin eru óljós, lætur hann sér
þetta úrræði nægja (Islenzk fornrit IX, LIII).
í þessu sambandi er vert að minnast á eitt atriði. Einar Öl. Sveinsson
hefur fyrstur manna bent á rittengslin á milli landvættasögu Snorra í
Heimskringlu og frásögn Víga-Glúms s. af draumi Glúms, er hann dreym-
ir hamingju eða fylgju Vigfúss, móðurföður síns (85—86). En hér er svo
sem oft áður, erfitt að skera úr með vissu, hvort ritanna sé veitandi eða
þiggjandi. Einar Öl. Sveinsson telur miklu líklegra, að Glúma sé veitandi
en þiggjandi. Sama sinnis er Jónas Kristjánsson, en ekki treystir hann sér
þó til að telja Glúmu örugglega eldri en Heimskringlu. Ekki er ég þó
alveg sannfærður um, að Heimskringla sæki í Glúmu. Einar og Jónas
benda á, að frásögn Glúmu styðjist við visu í sögunni. Hér er þó þess að
gæta, að meginmálið segir meira en vísan, og það, sem máli skiptir, virð-
ist i eðlilegra umhverfi í Heimskringlu. Mér þykir ekki fráleitt, að hug-
mynd vísunnar geti verið skrásett að nokkru með orðum Heimskringlu.
Þetta mundi fá stuðning m. a. af þeirri ætlun, að áhrifa Egils s. og Ólafs s.
helga gæti í Glúmu, og ýmislegt fleira bendir í sömu átt. En ég vil ekk-
ert fullyrða um þetta. Á hinn bóginn er augljóst, hversu miklu máli
skiptir fyrir tímasetningu sögunnar að fá úr þessu skorið.
Þær athugasemdir, sem hér hafa verið gerðar, vitna, hve geysiörðugt
vandamál tímasetning Islendinga sagna oft á tíðum er; veldur því hörgull
á traustum aldurseinkennum og hversu oft verður að grípa til persónulegs
mats. Egils s., Njála og Grettis s. -— svo að ég nefni dæmi — hafa nokk-
uð öruggan ritunartíma, og Einar Ól. Sveinsson er bjartsýnn á, að unnt
verði að timasetja flestar ef ekki allar sögurnar með viðunanlegri ná-
kvæmni.
Eins og við er að búast, hef ég ekki þurft að eyða máli i að elta uppi
rangfærslur í þessari bók, og hef því getað spjallað um sitt af hverju.
Enga staðreyndavillu hef ég fundið, tilvitnanir traustar, vísindabragur á
öllu.
Einu atriði almenns eðlis er þó skylt að tæpa á. Bókin ber þess nokkur
merki, að hún er lítil að vöxtum og fjallar um mikið efni. Þannig er
höfundur um of spar á tilvitnanir, einkum í kaflanum um handrit og texta.
Fyllsta ástæða hefði verið að geta t. d. útgáfu og rannsókna Jónasar Krist-