Skírnir - 01.01.1959, Síða 223
Skirnir
Ritfregnir
217
veit þá hver maður, að eitthvað er meira en lítið bogið við þá leiksýn-
ingu. Það er sjaldnast, að frammistaða leikenda fái Á. H. til að brýna
raustina, miklu oftar hnýtur hann um leikritavalið og getur þá lagzt
þungt á árina.
Beztu dæmin um látlausan stíl og innilega leikgleði gagnrýnandans,
ósmitaða af tilburðum gamalkunnra leikenda, er að finna í umsögnum
hans um ýmsa erlenda leikflokka, sem gist'hafa leiksvið vor. Nægir að
nefna sem dæmi „Ögleymanlegir gestir", um óperuna í Peking, og
„Irskir leikþættir", sem írskir stúdentar sýndu hér í Iðnó.
Bókin öll — 126 leikdómar, þar af 26 um islenzk leikrit — er hin
skemmtilegasta. Það er ánægjulegt að rifja upp minningar frá liðnum
leikkvöldum í svo góðum félagsskap. Auðvitað hefur maður svo eins og
hver annar áhorfandi sínar meiningar um frammistöðu listamannanna.
L. S.
Jolin Osborne: HorfSu reiður um öxl. Leikrit í þrem þáttum. Thor
Vilhjálmsson islenzkaði. Bláfellsútgáfan 1959.
Ekki er ég svo kunnugur innan gátta í „leiklistarheimi Englands", að
það veki furðu hjá mér eða hneykslan, að leikritið „Horfðu reiður um öxl“
hafi sett þar „allt í uppnám 1956“. Mér finnst leikritið einfaldlega ómerki-
legt, en „leiklistarheimurinn" enski hefur nú séð sitt af hverju allt frá
dögum Mr. Grundy’s, sem Shaw gerði „heimsfrægan".
Sardou og Mr. Grundy, það skyldi þó ekki vera, að Mr. Osbome, sem
er sagður leikari, eigi eitthvað skylt við þá tízkuherra?
Hvað segir ekki Shaw: „Mr. Grundy eða Sardou, báðir upp á sitt versta,
setja saman sýningarkassa utan um bláberan hégóma með svoddan snikk-
arakúnstum, að gagnrýnendur eyða öllu púðri sinu í lofgerð um auðsýnda
tæknilega íþrótt". (Ekki þýðing löggilts skjalaþýðanda.)
Hér er engu fyrir að fara nema tæknilegri iþrótt hins æfða leikara í
vélbyssutalanda. Persónulýsingar liggja eins nærri núllpunkti og komizt
verður í þriggja þátta leikriti.
Efnið: Jimmy hrekur konu sina í burt með gífurlegu orðbragði og
fruntalegri framkomu. Hún er þunguð og er þó ekki fyrr farin út um
dymar en vinkona hennar, sem hefur orðið áhorfandi að óhemjuskap
söguhetjunnar, hvolfir þessum heiðursmanni yfir sig. Eftir hæfilega langa
sambúð þessara birtist eiginkonan aftur, nú léttari og barnið dáið. Exit
hjákona. Sættir með hæfilegri enskri tilfinningasemi.
Mér skilst, að þýðingin sé vel unnin. Eftir efninu hefði mátt hljóðrita
víðar og gæta fulls samræmis um hljóðritun. Á bls. 12 stendur „hafiðið
gáð að“ og „fariðið bæði til fjandans". Var ekki „hafiði" og „fariði"
nær sanni? En annars er skást að láta leikendur um framsagnaratriði.
Orðgnótt þýðanda hefði verið betur varið á verðugra viðfangsefni.
L. S.