Skírnir - 01.01.1959, Síða 226
220
Ritfregnir
Skírnir
að vísu eru 12 þeirra leikrit, þ. á m. Skugga-Sveinn og Nýársnóttin, en
þar eru líka skáldsögur Jóns Thoroddsens báðar auk annars. Vimar Ahl-
ström lærði íslenzku hjá dr. Sigfúsi Blöndal bókaverði og konu hans,
frú Hildi. Hann lauk við þýðingu ævisögunnar 1930, og höfðu þau hjónin
yfirfarið þýðinguna, en formálsorð fyrir hinni vönduðu og smekklega út-
gefnu bók hafa ritað Sven B. F. Jansson og Elias Wessén. Útgáfan er
styrkt af Humanistiska Fonden.
Ánægjulegt væri, ef hinum aldna fræðimanni og áhugamanni um ís-
lenzkar bókmenntir, Vimar Ahlström, auðnaðist að sjá fleiri rit sín úr
islenzku í góðum sænskum útgáfum og tvímælalaust mikill ávinningur
fyrir oss, en maklegt væri, og meir en svo, að Menntamálaráð hlutaðist
til um heimboð honum til handa, svo að hann mætti augum líta það land,
sem hann úr fjarlægð hefur ástundað að Kynnast af boKum.
L. S.
Early Icelandic Manuscripts in Facsimile. Vol. I. Sturlunga saga.
Manuscript No. 122a fol. in the Arnamagnæan Collection. Edited by
Jakob Benediktsson. Rosenkilde and Bagger. Copenhagen 1958.
Allir Islendingar kannast við ljósprentanir þeirra Levins og Munks-
gárds af íslenzkum skinnbókum, sem hófust með útgáfu Flateyjarbókar
1930. Safn þetta, Corpus Codicum Islandicorum, er nú á enda kljáð vegna
fráfalls útgefanda, en það varð alls 20 bindi og er stórmerkilegt verk,
hvað þá ef þess hefði verið auðið, sem upphaflega var ráðgert, að það yrði
um 100 bindi. Þá hefir og um nokkurt skeið verið gefið út annað safn
ljósprentaðra handrita, Manuscripta Islandica, sem valin hafa verið í
handrit i minna broti. En nú er hafin i'itgáfa þriðja safnsins, þar sem Ijós-
prentuð verða eingöngu handrit í tveggja blaða broti. Kostnaðarmenn eru
bókaútgefendurnir Rosenkilde og Bagger í Kaupmannahöfn, en aðalritstjóri
er Jón prófessor Helgason. Nefnist safn þetta Early Icelandic Manuscripts
in Facsimile og er áætlað 14 bindi.
Þar sem ætla má, að ýmsum leiki forvitni á að vita, hvaða skinnbækur
fornar þarna er fyrirhugað að ljósprenta, skulu þær hér lauslega taldar.
Fyrsta bindi er Króksfjahðarbók, aðalhandrit Sturlungasögu. I öðru bindi
verður Ölafs saga Tryggvasonar hin mikla (AM 61 fol.,), í þriðja bindi
Sverris saga og Hákonar saga gamla (AM 81 a fol.) og í fjórða bindi
Karlamagnús saga (AM 180a og b fol.). I hinum bindunum verða Heil-
agra manna sögur (Perg. fol. no. 2 í Konunglega bókasafninu i Stokk-
hólmi og AM 234 fol., tvö bindi), Tómasskinna (Gl. kgl. saml. 1008 fol.),
Grettis saga og fleiri sögur (AM 152 fol.), Ólafs saga helga hin sérstaka
(brot úr þremur handritum), Heimskringla (mörg handritabrot), Bergs-
bók (Perg. fol. no. 1 í Konunglega bókasafninu í Stokkhólmi), Skálholts-
bók (Jónsbókarhandritið AM 351 fol.), Njáls saga (AM 133 fol.) og Hulda
(konungasagnahandritið AM 66 fol.). Þetta eru allt stórmerk handrit,