Skírnir - 01.01.1959, Síða 231
Skírnir
Ritfregnir
225
Melabók og Skarðsárbók. Melabók var þá heil, og er gildi þessarar Land-
námugerðar fyrst og fremst í því fólgið, að hún hefir varðveitt marga les-
hætti úr Melabók, sem eru nú hvergi til annars staðar. Bók sr. Þórðar er
nú ahnennt nefnd ÞórSarbók. Má eg ef til vill geta þess hér, að eg gaf
henni þetta nafn árið 1929, er eg samdi meistaraprófsritgerð mína um
Landnámuhandritin og samanburð þeirra hvers við annað og við Islend-
inga sögur, en nafnið mun fyrst hafa birzt á prenti í neðanmálsgrein við
ritgerð mina um Gauk Trandilsson í Skírni 1931. Áður var nafn þessarar
Landnámugerðar mjög á reiki, en oftast var hún kölluð Melabók (yngri).
Allar þær Landnámugerðir, sem nú voru nefndar og til eru, aðrar
en Skarðsárbók, hafa um alllangt skeið verið til í vönduðum vísindaleg-
um útgáfum. Hauksbók, Sturlubók og Melabók voru gefnar út árið 1900
af Finni prófessor Jónssyni og Þórðarbók árið 1921 af sama manni. Nú
hefir Skarðsárbók loks verið sýndur verðugur sómi með nákvæmri, vís-
indalegri útgáfu dr. Jakobs Benediktssonar á kostnað Háskóla Islands. Þar
með hefir verið leyst af hendi sú undirbúningsvinna, sem nauðsynleg er
sem grundvöllur almennrar Landnámuútgáfu. En eins og menn munu
renna grun í af þessu stutta spjalli, er slík útgáfa ekkert áhlaupaverk.
Gildi Skarðsárbókar, sem lengi duldist fyrir fræðimönnum, þar á meðal
Finni Jónssyni, er manna mest sýslaði við Landnámu, er fyrst og fremst
tvenns konar. Annars vegar hafði Björn á Skarðsá fyrir sér hinar sömu
skinnbækur og sr. Jón Erlendsson í Villingaholti, er hann gerði afrit sín
af Sturlubók og Hauksbók, og hefir Skarðsárbók því samanburðargildi við
uppskriftir Jóns um Sturlubókartextann og það, sem glatað er úr Hauks-
bók, enda má á ýmsum stöðum leiðrétta texta Jóns eftir Skarðsárbók. Hins
vegar er Þórðarbók samsteypa úr Skarðsárbók og Melabók, eins og áður
er sagt, en til þess að unnt sé að vinza eins mikið af texta Melabókar úr
Þórðarbók og kostur er á, er Skarðsárbók nauðsynleg til samanburðar.
En mikils er um það vert að vita sem mest um leshætti Melabókar, þar
eð hún er beint frá hinni fornu Styrmisbók runnin.
Það væri ekki teljandi vandaverk að gefa Skarðsárbók út, ef svo vel
hefði verið, að hún væri til í eiginhandarriti Bjöms á Skarðsá. En það er
öðru nær. Skarðsárbók er ekki til nema í uppskriftum, og þær eru marg-
ar, því að Landnámusamsteypa Björns hlaut miklar vinsældir og var inarg-
sinnis skrifuð upp. Hefir útgefandi þvi orðið að kanna allar uppskriftir
bókarinnar, rannsaka gildi þeirra og skyldleika þeirra innbyrðis, en þær
eru 12 að tölu að meðtöldum tveimur Þórðarbókarhandritum. Skiptast
handritin í tvo meginflokka, sem útgefandi kallar xi og y, en fyrrnefndi
flokkurinn skiptist aftur í þrjá undirflokka, A, B og C. Til grundvallar
útgáfunni leggur hann AM 104 fol., sem er skrifað af Ásgeiri Jónssyni,
skrifara Þormóðar Torfasonar, í lok 17. aldar eftir eiginhandarriti Björns
á Skarðsá, en hefir stöðugt hliðsjón af lesháttum annarra handrita sam-
kvæmt gildismati þeirra. Er það vitanlega tilgangur útgáfunnar að kom-
15