Skírnir - 01.01.1959, Side 233
Skímir
Ritfregnir
22 7
um, og margt er haft eftir fólki, sem þekkti og man Þorstein. Er því að
vonum ýmislegt nýtt og áður ókunnugt dregið fram í dagsljósið, enda
má með sanni segja, að Þorsteinn hafi viða komið við. Væntanlega mun
fæstum hafa verið kunnugt, að hann átti um skeið sæti í stjóm stórútgerð-
arfélags á Seyðisfirði run aldamótin og sat þar í bæjarstjóm. Hann lét og
stjómmál til sín taka, eftir að hann fluttist heim til Islands 1896 og gerð-
ist ritstjóri. f því sambandi rekur Bjarni í höfuðdráttum stjórnmálasögu
áranna um og eftir aldamótin, þar sem hæst ber deilur inn valtýskuna
og Uppkastið svonefnda. Er þess full þörf að rifja upp þá baráttusögu,
þar sem hún er orðin fjarlæg nútímamönnum og fæstum kunn til hlítar.
Bæði í þessu efni og viðar hefur Bjarni gert sér ljóst, að ævisaga Þor-
steins verður ekki réttilega sögð, nema samtíð hans sé jafnframt gerð
nokkur skil. Á þetta vitanlega við um allar ævisögur.
Bjarni hefur ritað bók sína af feiknarmikilli hrifningu af Þorsteini.
Það er samherji skáldsins og skoðanabróðir, sem á pennanum heldur.
Virðist mér stundum sem þetta sé um of áberandi. Sem dæmi mætti nefna
kaflann Guð verður að fara, sem er með köflum ritaður í óþarflega stráks-
legum tón. Vel hefði mátt greina frá trúarskoðunum Þorsteins á skap-
felldari hátt. Annað, sem mér þykir aðfinnsluvert við bókina, er óvarkámi
í dómum. Hæpnar fullyrðingar eiga engan rétt á sér í ævisöguþáttum
sem þessum. Á 215. bls. segir t. a. m., að Þorsteinn hafi talið sér „skylt
að setja sannleikann ofar persónulegri farsæld", þegar hann sýndi það
hugrekki að birta Örlög guðanna. Er ekki dálítið vafasamt að hafa „sann-
leikann" þarna skilyrðislausan? Ættu ekki orðin „sannfæringu sína“ eða
því um likt betur heima þarna? Það er og trúlegt, að ýmsum muni þykja
heldur hressilega til orða tekið í samanburðinum á Völuspá og Örlögum
guðanna (215.—216. bls.), þótt ýmislegt sé þar vafalaust réttilega athugað.
Bókin er annars prýðilega læsileg. Bjami ritar auðugra mál en tíðast
sést nú á prenti, og stíllinn er traustur — án þess þó að vera þunglama-
legur. Sá, sem lesið hefur bókina, þekkir og skilur stórum betur en áður
bæði Þorstein sjálfan og Ijóð hans.
f eftirmála segir Bjarni, að sig dreymi um að rita síðar ævisögu Þor-
steins — „meiri bók og betri en þessa“. Til þess að sá draumur hans
megi rætast, þarf hann aðeins að byggja ofan á þá undirstöðu, sem hann
hefur þegar lagt, með nýjum og umfangsmeiri rannsóknum. Það bregzt
aldrei, að þess háttar rannsóknir opna nýjar og athyglisverðar sjónvíddir.
Gunnar Sveinsson.
Matthías Johannessen: IVjála í íslenzkum skáldskap. Safn til sögu
fslands og íslenzkra bókmennta. Annar flokkur, íí, 1. Hið íslenzka Bók-
menntafélag. Reykjavik 1958.
öldum saman hafa íslendingar þrautlesið Njáls sögu og hugleitt efni
hennar. Skáldin tóku snemma að leita þangað fanga, jafnvel áður en sag-
an var í letur færð á ofanverðri 13. öld. Allar götur síðan hafa svo þjóð-