Skírnir - 01.01.1959, Qupperneq 234
228
Ritfregnir
Skírnir
skáld og góðskáld, hagynðingar og leirskáld ort bæði um einstakar per-
sónur sögunnar og atburði. Er nú svo komið, að skáldskapur um Njálu-
efni er orðinn allmikill að fyrirferð, en misjafn að listfengi.
Matthias Johannessen hefur tekið sér fyrir hendur að rannsaka þessa
bókmenntagrein, og um hana fjallar bók hans. Hann hefur kannað gaum-
gæfilega bæði prentaðar ljóðabækur og handritasyrpur í Landsbókasafni
og orðið býsna fengdrjúgt í leit sinni. Að visu er Njálukveðskapurinn
heldur rýr lengi fram eftir öldum, enda hefur vissulega margt fleira
glatazt en nokkrar Njálurímur, sem vitað er um, að til hafi verið. Á
18. öld fór þessi kveðskapur að glæðast að marki, einkum eftir að sagan
var prentuð i fyrsta sinn 1772. Rimuð kappatöl þoka smám saman fyrir
kvæðum um einstakar persónur sögunnar. Oft eru þetta ýmist ádeilu- eða
varnarkvæði. Einkum hefur Hallgerður orðið tilefni til kvæðadeilna, og
velja sum skáldin henni hin verstu hrakyrði, en önnur bera i bætifláka
fyrir hana á hinn fimlegasta hátt. Um þetta er gaman að fræðast, eins
og raunar ótal margt annað í bókinni.
Skáldunum skipar Matthias eftir aldri, enda virðist eðlilegt að hafa
þann háttinn á. Þvi næst kemur kafli mn þýdd Njálukvæði erlendra
skálda, en óþýddum kvæðum sleppt. Að siðustu er svo yfirlit yfir Njálu-
kvæðin í heild sinni og kveðskap um nokkrar þær sögupersónanna, sem
mest hefur verið ort um. Sá kafli er bæði greinargóður og þarflegur,
þar sem skipað er í eðlilegt samhengi því efni, sem áður hefur verið
rakið á víð og dreif í þáttunum tun hvert skáld fyrir sig. Þama veitist því
gagnleg yfirsýn yfir þróunarferil þessarar skáldskapargreinar.
Ekki verður annað séð en Matthías hafi unnið vel og samvizkusamlega
úr því efni, sem hann hefur viðað að sér. Þó eru villur dálítið áberandi,
og hafa t. a. m. nokkrar skotizt inn í Gunnars kvæði síra Gunnars Páls-
sonar. Er sú meinlegasta í 3. erindi, 21. vo.: „lá því Kolur fleginn", en á
að vera . . hleginn“, þ. e. a. s. „hæddur", sbr. frásögn sögunnar. Þá er
það fljótfærnislega sagt, að ætla megi, að vísa nokkur eftir Bólu-Hjálmar
sé ort skömmu eftir 1886 (sjá 98.—99. bls.. Hjálmar andaðist, sem kunn-
ugt er, 11 árum áður, 1875. Þessi upptalning verður ekki lengri, enda
hef ég enga gangskör gert að því að leita uppi villur.
Sums staðar hefur Matthías fengið upplýsingar hjá skáldunum sjálf-
tnn rnn tilefni kvæða þeirra, og er slik vitneskja góðra gjalda verð. Þó
stappar nærri ofrausn á einum stað, þar sem tíndur er saman nákvæmur
fróðleikur um eitt lausmálsljóð á rúmum þremur blaðsíðum.
Njála í islenzkum skáldskap er hnökrótt bók að efnisþræði vegna gífur-
legs munar á beztu kvæðunum, sem þar eru tekin til meðferðar, og hin-
um lökustu. Hjá því varð ekki komizt í yfirlitsriti, þar sem ekkert er
undan skilið. En hins vegar gefst þama fróðleg heildarsýn yfir bókmennta-
grein, sem mönnum var ekki áður kunn nema að takmörkuðu leyti.
Gunnar Sveinsson.