Skírnir - 01.01.1959, Síða 236
II
Skýrslur og reikningar
Skírnir
Úskar Þórðarson, læknir, Reykjavík.
Sigurður Jónsson, netagerðarmeistari, Reykjavík.
Valtýr Blöndal, bankastjóri, Reykjavík.
Ingólfur Jónsson, verzlunarmaður, Reykjavík.
Fundarmenn risu úr sætum og minntust hinna fráföllnu félagsmanna.
2. Formaður skýrði síðan frá starfsemi félagsins á síðasta ári. Gefið
var út: Skírnir, Njála í íslenzkum skáldskap, eftir Matthías Johannessen,
og Annálar 1400—1800, V. h., 3. h.
3. Gjaldkeri las upp rekstrarreikning og efnahagsreikning fyrir 1958,
ennfremur reikning fyrir sjóð Margr. Lehmann-Filhé’s árið 1958 og reikn-
ing fyrir afmælissjóð félagsins árið 1958. Höfðu reikningarnir allir verið
endurskoðaðir af öðrum endurskoðenda félagsins, og voru samþykktir af
f undarmönnum.
4. Síðan voru endurskoðendur báðir endurkosnir, þeir Brynjólfur Stef-
ánsson framkvæmdastjóri og Einar Bjarnason rikisendurskoðandi.
5. Forseti skýrði því næst frá, að 1960 koma út: Skirnir, Annála-hefti,
4. h. 5. bindis, ritgerð eftir Ölaf Lárusson um mannanöfn hér á landi í
manntalinu 1703, og ritgerð eftir Alexander Jóhannesson um uppruna
mannlegs máls.
6. í>ví næst var rætt nokkuð um starfsemi félagsins, og bar Steingrímur
J. Þorsteinsson prófessor fram tillögu um það, að gengið skyldi þannig frá
kjörseðlum, að kosningar væru leynilegar. Tillagan var samþykkt með
öllum greiddum atkvæðum.
7. Þá var fundargerð lesin upp og samþykkt. Síðan sleit forseti fundi.
Einar Bjarnason.
Alexander Jóhannesson.