Skírnir - 01.04.2013, Blaðsíða 13
RITGERÐIR
VILHJÁLMUR ÁRNASON
Valdið fært til fólksins?
Veikleikar og verkefni íslensks lýðrœðis
í aðdraganda og eftirmála hrunsins1
Inngangur
I þessari grein er rætt um nokkur einkenni á íslensku lýðræði á
því tímabili sem af er 21. öldinni, árunum fyrir og eftir hrunið sem
skekið hefur þjóðina frá því haustið 2008. Eg geng út frá skýrslu
Vinnuhóps um siðferði og starfshætti sem skipaður var af Alþingi í
tengslum við rannsóknina á falli bankanna.2 I fyrsta hluta greinar-
innar fjalla ég um helstu veikleika íslensks lýðræðis sem fram koma
í skýrslu Vinnuhópsins. I öðrum hlutanum rýni ég í þá lýðræðis-
þróun sem orðið hefur hér á landi á árunum eftir hrun. I þriðja hlut-
anum spyr ég hvort sú lýðræðisþróun muni berja í þá bresti í
íslensku lýðræði sem greindir hafa verið. Ég svara þeirri spurningu
neitandi og færi rök fyrir því að hún feli þvert á móti í sér þætti sem
ala á veikleikum íslensks lýðræðis. Loks set ég fram hugmyndir um
það hvernig treysta mætti stoðir íslensks lýðræðissamfélags.
I greiningu minni á íslensku lýðræði og nýlegri þróun þess hef
ég hliðsjón af kenningu þýska heimspekingsins og félagsfræðings-
1 Drög að þessari grein voru flutt sem fyrirlestrar í boði Hólanefndar á Gvendar-
degi, Hólum í Hjaltadal, 16. mars 2011, og á málstofunni Átök og samráð í ís-
lenskri lýðræðishefð, 4. íslenska Söguþingið, Háskóla íslands, 8. júní 2012. Ég
reifaði þetta efni einnig á þverfaglegri ráðstefnu, Matchpoint Seminar on Demo-
cracy and Democratization, við Árósaháskóla, 12.-14. maí 2011, og á ráðstefn-
unni Crisis and Renewal: Welfare States, Democracy and Equality in Hard Times,
Háskóla íslands, 2.-3. júní 2011.
2 Ég var formaður vinnuhópsins, en aðrir í hópnum voru Salvör Nordal, forstöðu-
maður Siðfræðistofnunar Háskóla íslands, og Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmda-
stýra Jafnréttisstofu. Hópurinn vann náið með rannsóknarnefnd Alþingis.
Skírnir, 187. ár (vor 2013)