Skírnir - 01.04.2013, Blaðsíða 89
SKÍRNIR
TÁKNMYND EÐA EINSTAKLINGUR?
87
Bók bandaríska bókmenntafræðingsins og skáldkonunnar Caro-
lyn C. Heilbrun, Writing a Woman’s Life, sem kom út árið 1988,
hafði mikil áhrif á ævisagnagerð kvenna. Þar ræðir Heilbrun um
þróun greinarinnar og viðhorf til ævisagna kvenna, bæði sjálfsævi-
sagna og fræðilegra, og hve erfitt konum hafði reynst að skapa sér
og/eða viðfangsefni sínu viðurkennda eða lögmæta rödd stæðu þær
(eða þær konur sem skrifað var um) utan hefðbundinna skilgrein-
inga um verðugleika (Heilbrun 1988: 11-31, 40).
Frá því bók Heilbrun kom út hafa ævisögur breyst bæði að
formi og innihaldi og nálgun og frásagnaraðferð er fjölbreyttari auk
þess sem sífellt meiri áhersla er lögð á mikilvægi hinnar sagnfræði-
legu ævisögu sem fagsvið með eigin þekkingarfræði, kenningar og
rannsóknaraðferðir. Engu að síður er það samdóma álit þeirra
fræðimanna sem skrifað hafa um sagnfræðilegar ævisögur nú allra
síðustu ár að þær hafi til skamms tíma verið jaðarsettar innan aka-
demíunnar og taldar til annars flokks sagnfræði. Það að skrifa um líf
eða ævi einstaklings var af mörgum álitin einföld skráning „stað-
reynda“ en ekki alvöru sagnfræðileg rannsókn eða túlkun. Lífleg
útgáfa fræðilegra ævisagna og ekki síst fræðilegs efnis um slíkar ævi-
sögur og ævisöguna sem aðferð til þess að rannsaka, túlka og skrifa
sögu sýnir best þá breytingu sem er að eiga sér stað og hefur oft
verið kölluð ævisögulegi snúningurinn (e. the biographical turn)
(Caine 2010; Holmes 2002: 7-18).* 11 „Venjulegt" fólk er nú oftar til
rannsóknar en áður. Þá breytingu má auðvitað rekja til uppsveiflu
félagssögunnar þegar um og eftir 1970 þar sem líf einstaklinga voru
sögur kvenna, er einkum fjallað á bls. 44-46, 88-89 og 105-111. Af öðrum að-
gengilegum yfirlitsritum þar sem fjallað er um helstu einkenni ævisagna í sögu-
legu ljósi má benda á Nigel Hamilton (2009), Biography. A brief History, og
Hermione Lee (2009), Biography. A very Short Introduction.
11 Sbr. einnig yfirlitsrit Hamilton (2009) og Lee (2009), jafnframt stakar greinar og
hringborðsumræður í sagnfræðitímaritum á borð við American Historical Re-
view árið 2009 ogfoumal of Interdisciplinary History árið 2010. Af greinum þar
má t.d. nefna afar forvitnilega grein og „játningu" kvennasögufræðingsins Alice
Kessler-Harris sem byrjar á þessa leið: „Árum saman barðist ég gegn þeirri hug-
mynd að einstakt líf gæti talað til þeirra stóru sögulegu ferla sem ég hafði áhuga
á að rannsaka. Ævisaga, sagði ég við sjálfa mig, er nær því að vera skáldskapur en
sagnfræði" (Kessler-Harris 2009: 625). Einnig má vísa til almennrar umfjöllunar
Rósu Magnúsdóttur um fræðilegar ævisögur í þessu riti.