Skírnir - 01.04.2013, Blaðsíða 209
SKÍRNIR
ER EMMA SJÁLFSHJÁLPARHÖFUNDUR?
207
ingar í tilfinningum og þær voru taldar hafa sérstaka þörf fyrir vin-
skap. Að sama skapi þótti hjónaband æðsta birtingarmynd vinátt-
unnar.26 I hegðunarbókunum var litið svo á að skapgerð og hjarta
konunnar væru gerð fyrir vináttu, en vinskapur kvenna tilheyrði
einkarýminu fremur en opinberu rými samfélagsins sem tilheyrði
körlum. Góðum vinskap ásamt móðurlegum skyldum og hjúskapar-
þægindum var jafnframt stillt upp andspænis ólifnaði nýtískulegs
lífernis (e. fashionable life).
Vináttan var því hugsuð sem kærkomin tilbreyting við heimil-
islífið, en var þó á engan hátt ætlað að keppa við fjölskylduna um at-
hygli konunnar eða blinda hana á skyldur sínar við heimilið.
Fremur átti vinátta kvenna á milli að treysta fjölskylduböndin. Hún
var ögunartæki, því að sannir vinir studdu samkvæmt hegðunar-
bókunum hvern annan í þeirri list að lifa í samræmi við hug-
myndafræðina og leituðust við að styrkja og réttlæta heimilislega
sjálfsmynd konunnar: „Hin eftirsóknarverða vinátta var af siðferði-
legum toga og leiðbeinandi. [...] „Ávítur og ráðleggingar eru meðal
heilögustu og algengustu skyldna vináttunnar“.“27 Kaplan vitnar í
ýmis hegðunarrit frá tímabilinu máli sínu til stuðnings, en í einu
þeirra, A Mothers Advice to Her Absent Daughters (1817), kemur
fram að vinur eigi að vera „staðfastur í leiðbeiningum sínum en
finna að göllum þínum af mildi. Hann á að vera eins og vernd-
arengill sem varar þig við ófyrirsjáanlegum hættum með tímabærum
athugasemdum sínum svo þú gerir ekki þau mistök sem rekja má til
mannlegs breiskleika og sérdrægni.“28 Þar sem hreinskilni og góðar
26 Kaplan 1994: 63: „In their promotion of female friendships, gentlemen concurred
with the prevailing wisdom of conduct books, which viewed such relationships
through the lens of domestic ideology. Because the ideology made the female
into a specialist in sensibility, she was supposed to have a particular propensity
and need for friendship. [...] Conduct books viewed these friendships as a species
of domestic relationship, for marriage was itself often perceived as the “highest
kind of friendship.”“
27 Kaplan 1994: 64: „The desirable friendship was moral and pedagogical [...] “Re-
proof and advice are the most sacred and the most frequent duties of friendship”.“
28 Kaplan 1994: 64: „... steady in the correction, but mild in the reproof of your
faults — like a guardian angel ever watchful to warn you of unforseen danger,
and, by timely adminitions, to prevent the mistakes incident to human frailty
and to self-partialty.“