Skírnir - 01.04.2013, Side 151
SKÍRNIR
SKÚLI FÓGETI GAT REYKJAVÍK ...
149
stjórnsýslu í landinu, svo að Mýrar komu ekki til greina. Hafnar-
fjörður var fjær Þingvöllum og nærsýslunum en Reykjavík, vegur-
inn þangað hraunóttur og langt að sækja mó. Reykjavík hafði þetta
allt saman, og læk og Tjörn og saltlausan brunn sem þá hét Ingólfs-
brunnur og kannski alla tíð. Og hægt að gera virki í Engey til að
verja höfnina, bætti Skúli við þegar hann taldi upp kostina og sann-
færði ráðamenn um að hér væri ákjósanlegasti staðurinn.
Upp úr miðri 19. öld vakti Kvöldfélagið upp átrúnað á Ingólf
Arnarson með skáldskap sem varð að styttu. Kvöldfélagsklíkan er
jafn merkileg og sú kennd við Fjölni þótt sú ein sé dýrkuð upp úr
skónum. Hún vakti upp fleiri greinar íslenskra fræða en tunguna
eina, leiklist, myndlist, þjóðbúning, þjóðminjasafn, þjóðsagnasöfn
og fleira. Allsherjar rómantisering þjóðbyggingar tók völd. Er sá
andi hafði misst veðrið á seinni hluta síðustu aldar komst í tísku að
segja að Ingólfur hefði ekki verið til og öndvegissúlur Ingólfs væru
mýta og lygi, hönnuð í stíl við fornar sköpunarmýtur. Wikipedia
segir þó enn án þess að skammast sín að þetta hafi allt skeð í alvöru.
Fræðimenn geta ekki trúað að tilviljunin sé svo flott að láta haf-
strauma bera súlurnar á landsins besta stað.
En Golfstraumurinn skellur á Suðurlandi og sleikir sig áfram
vestur fyrir landið og inn Flóann. Af hverju getur það ekki verið, sko,
hafstraumarnir mótuðu landið, bjuggu til flóann, bjuggu til hentug-
asta staðinn fyrir höfuðstað og báru þess vegna meintar súlur hingað?
Málaðar svo sterkum litum að auðvelt var að þekkja þær frá rekavið
frumstranda. Ó, ég vildi að það væri satt, lífið er oft lygi líkast.
Lýsingar á Skúla
Skúli var flottur við krýningu Kristjáns konungs sjöunda 1766 í
nýjum embættisskrúða (Jón Jakobsson 1951: 37, 51; Jón Jónsson
Aðils 1911: 169). Það var toppurinn á tilverunni. Hann var svo viss
um gildi sitt að hann bað vin sinn sýslumann að skrifa um sig ævi-
minningu ef hann lifði sig. Það yfirlit er eins og sjálfsævisögubrot
Skúla dýrindis heimild sem allir ausa af síðan. Þar eru smámolar eins
og sá að 1761 hafi að undirlagi Skúla tréskór og uxahúðir fengist
hér í kaupstöðum. Þá var triplað hér á tréskóm, sko.