Skírnir - 01.04.2013, Blaðsíða 207
SKÍRNIR ER EMMA SJÁLFSHJÁLPARHÖFUNDUR? 205
Söguþráður Me and Mr. Darcy er nokkuð lýsandi fyrir miðlun-
arhlutverk Jane Austen, en þar gengur söguhetjan inn í lítinn og
lokaðan kvennaheim og umbreytist. I sögunni skráir kvenhetjan
Emily Albright sig í ferðalag, eftir að hafa fundið bækling á af-
greiðsluborðinu í bókabúðinni þar sem hún vinnur með mynd af
fallegu sveitalandslagi, þar sem boðið er upp á ferðalag fyrir bók-
menntaunnendur: „Eyðið viku með herra Darcy. Rannsakið heim
Jane Austen, Pride and Prejudice í ensku sveitinni.“22 Emily lætur
slag standa og er ellefu tímum síðar stödd á Eleathrow. Ungfrú Una
J. Steane, lítil og fíngerð kona, tekur á móti henni, segist vera farar-
stjórinn og lofar henni ógleymanlegri reynslu. Emily kannast
eitthvað við konuna, enda kemur á daginn að þetta er engin önnur
en skáldkonan sjálf sem hefur ákveðið að koma söguhetjunni til
hjálpar við það að læra á eigin tilfinningar og skilja hvaða karlmaður
hentar henni best. Nafnið sjálft er stafabrengl fyrir nafn skáldkon-
unnar og það rennur upp fyrir Emily að Austen hafi sjálf skilið
bæklinginn um ferðina eftir á afgreiðsluborðinu hennar í New
York: „Var hún einhvers konar álfkona, hjúskaparmiðlari sem kom
henni í samband með Spike.“23 Það er einmitt þetta sem Una J.
Steane kennir Emily. I frásögn sem tekur mið af sögusviði helstu
sagna Austen og minnir um margt á Pride and Prejudice, hittir
Emily á dulúðlegan hátt hinn raunverulega herra Darcy nokkrum
sinnum, en endar á því að velja blaðamanninn Spike sem hún þoldi
ekki stærstan hluta sögunnar. Að þessu leyti svipar henni til Eliza-
betar Bennet sem lærði heldur ekki að elska sinn Darcy strax.
Me and Mr. Darcy er nútímaævintýri og ungfrú Steane er í hlut-
verki álfkonunnar. Hún ,töfrar fram‘ ótrúlegan kvöldkjól svo að
Emily komist á dansleik eftir að hún týnir kjólnum sínum og svo
engin hætta sé á því að lesandinn skilji ekki vísunina hugsar Emily:
„Þessi Öskubuska er á leiðinni á ball.“24 Sama minni, um álfkonuna
22 Potter 2007: 22: „Specialist tours for literary lovers. Spend a week with Mr.
Darcy. Explore the world of Jane Austen and Pride and Prejudice in the English
countryside."
23 Potter 2007: 349: „Was she some kind of fairy godmother, a matchmaker, bring-
ing Spike and me together?*
24 Potter 2007: 191: „This Cinderella is going to the ball.“