Skírnir - 01.04.2013, Blaðsíða 146
144
ÞÓRUNN ERLU VALDIMARSDÓTTIR
SKÍRNIR
Kjarni afreka Skúla er einfaldur. Um og upp úr miðri 18. öld eyddu
Danir óhemjufé í að styrkja frumstæðan iðnað sinn (Hrefna Ró-
bertsdóttir 2001:49, 160; Lýður Björnsson 1966: 31; Lýður Bj örns-
son 1998: 26-28). Straumarnir sem réðu vindátt þessari eru kenndir
við kaupauðgisstefnu, búauðgisstefnu, stjórnhyggju eða kammeral-
isma (þýsk útgáfa upplýsingar). Konungur eyddi stórfé á árunum
1736-1779 til þess að styrkja iðnaðinn í veldi sínu, tæpum 830
þúsund ríkisdölum. Eins og Lýður Björnsson sagði, Islendinga
vantaði forystumann ... til þess að ná í sem mest af þessu fé, má
bæta við. Diplómatískur dans í höfuðstað íslands Kaupmannahöfn
gerði Skúla að sýslumanni kornungan. Hann einn sýndi áhuga á
viðreisn þegar sýslarar fengu viðreisnarbréf frá stjórninni fyrir miðja
öldina. Dugnaður, áhugi og færni í valdapólitík gerði hann þá að
fógeta. Ein af skyldum landfógeta var að hafa eftirlit með verslun-
armálum og þar með hugsa hagrænt gegnum og yfir allar tölur
skattmanns og smámuni. Bingó, maðurinn var fundinn.
Sem nýskipaður landfógeti skipti Skúli sér af hlutafélagi embættis-
manna sem Magnús lögmaður Gíslaon var að hleypa af stokkunum
um dúkvefsmiðju á Leirá (Hrefna Róbertsdóttir 2001: 85-86, 88,
96-97, 101, 103, 106-108, 112, 121, 127, 135-136, 142; Lýður
Björnsson 1998: 51). Skúli breytti þessari hógværu gjörð í allsherjar
viðreisn. Honum tókst að stýra málinu svo að ísland fékk alls rúma
sextíu þúsund dali af dönsku styrktarfé til iðnaðar. 60/830 sem allt
ríkið fékk til slíkra mála er þó ekki nema 6 af 83 og því ekkert
óskaplega mikið sem hlutur vanþróaða stóra íslands. Skúli tók sem
sagt forustuna af Magnúsi lögmanni, Hrefna Róbertsdóttir hefur
sýnt fram á það. Allsherjarviðreisn var því bætt við tausmiðju, ekki
öfugt eins og fyrri fræðimenn meintu. Skúli hafði vit á að hugsa
stærra og biðja um meira. Magnús á heiðurinn af stofnun fyrsta
hlutafélagsins og fyrstu vefsmiðjunni, en Skúli af fyrsta þéttbýlinu,
opinberri þilskipaútgerð, þófaramyllu, sútun, kaðlagerð, litun,
brennisteinsnámi, stærri og metnaðarfyllri vefsmiðju, tilraunum til
akuryrkju víða í landinu og fyrsta iðnnámi á íslandi. Skúli valdi
Reykjavík, sem var kóngsjörð og því á lausu, og lét byggja sér hús
í Viðey. Hann lagði til að hegningarhús yrði byggt hér og þar með