Skírnir - 01.04.2013, Page 191
SKÍRNIR
B ARNALEIKUR
189
En það er ekki hjartað í mér. Það eru hendurnar á næstsíðasta sjúklingi
dagsins. Loðin handarbök sem hann bar að sköllóttum hvirfli. Loðin
handarbök og þríhyrndur fæðingarblettur á vísifingri hægri handar.
Hann hefði betur látið fjarlægja þennan blett. (45)
I textanum slær saman tveimur mótum, Martin er bæði læknirinn og
sjúklingurinn, sá dauðamerkti, sá hluti af sjálfinu sem varð eftir
forðum tíð og hinn sem þrátt fyrir allt vill lifa. I tuttugu og sex ár
hefur líf hans snúist um það sem gerðist og trámað, sem er allan tím-
ann til staðar í sálarlífinu samsíða vitundarlífinu, kemur til hans í
ótengdum minningabrotum sem verða meðvituð hvert fyrir sig en
tengjast ekki hvert öðru og ekki tilfinningum Martins. Hann er af-
tengdur hluta af sjálfum sér og þeim hluta tilheyrir næmi sem ungur
elskhugi má síst án vera. Sömuleiðis sá lífsvilji sem felst í því að vilja
geta og eignast afkvæmi. Martin þolir ekki börn nálægt sér og fynd-
inn starfsfélagi hefur gefið honum vottorð upp á það að hann þjá-
ist af sjaldgæfri fælni — barnafælni, pedófóbíu. Þeim geðsjúkdómi
deilir hann, að sögn, með einum öðrum „manni“, kapteininum í
StarTrek (111).
Ef Martin gæti sagt konu sinni hvers vegna hann vill ekki eign-
ast barn væri hann búinn að taka áfallið inn í minnið og breyta því
úr áfallaminni í frásagnarminni en það getur hann ekki. Hann getur
ekki fundið næmið eða nautnina þegar hann sefur hjá konu sinni
heldur líkir eftir henni og hann þjáist af sektarkennd yfir því að vera
svikari, lifandi dauður, hálfur maður. Það síðasta er verst því að
rannsóknir í hugrænum trámafræðum hafa leitt í ljós að þó að
klofnun verði við áfall þurfa alvarlegar minnisraskanir ekki að fylgja
eða verða varanlegar ef sá sem fyrir áfallinu verður fær tækifæri til
að segja frá því og er trúað. Ef umönnunaraðili sem ekki hefur níðst
á barninu svíkur það og afneitar misnotkuninni og trúir ekki eða
styður barnið þegar brotið kemst upp eru jafn miklar líkur á alvar-
legri minnisröskun og alvarlegum afleiðingum eins og ef þessi
umönnunaraðili hefði sjálfur níðst á barninu.11
11 Fræðin um þetta eru kölluð BBT (Betrayal Traumatic Theory), sjá O’Rinn, Lis-
hak, Muller og Classen 2012.