Skírnir - 01.04.2013, Blaðsíða 95
SKÍRNIR
TÁKNMYND EÐA EINSTAKLINGUR?
93
hetjusagna heldur vegna starfa sinna í lífinu. Með þessu vildi hún
sýna
að konur standa karlmönnum ekki að baki, þar sem þær geta notið sín. Er
þess því fremur þörf, sem málefnum okkar, — íslenzkra kvenna, — er ekki
enn betur komið en það, að til þess að konur nái viðurkenningu í opin-
berum stöðum eða störfum, nægir ekki að þær vinni verk sín jafnvel og
karlmenn, — þær verða að skara verulega fram úr. (Guðrún Björnsdóttir
1948: 145)
Önnur bók frá þessum tíma er Merkar konur eftir rithöfundinn
Elínborgu Lárusdóttur (1954). Elínborg, sem skrifaði eina athyglis-
verðustu endurminningabók þessa tíma, Tvennir tímar. Endur-
minningar Hólmfríðar Hjaltason (1948), segir í lokaorðum Merkra
kvenna að hún vilji halda hæfileikum kvenna á lofti. Kvenréttinda-
konan Aðalbjörg Sigurðardóttir fagnaði bókinni í ritdómi í Morgun-
blaðinu og sagði „hressandi" að fá bók með æviþáttum kvenna sem
lifðu við ólík kjör. Og hún bætti við: „... flestar bækur þessarar teg-
undar eru fyrst og fremst um karlmenn, störf þeirra og athafnalíf,
konurnar hreinustu aukapersónur“ (Aðalbjörg Sigurðardóttir 1954:
28).
Áhersla á æviþætti kvenna, bæði hinna þekktu og annarra sem
konur vildu draga úr gleymsku fortíðar, hélt áfram. Höfuðverk af
því tagi eru Skáldkonur fyrri alda eftir Guðrúnu P. Helgadóttur,
sem kom út í tveimur bindum 1961-1963, og þriggja binda verk
Bjargar Einarsdóttur, Ur ævi og starfi íslenskra kvenna, sem gefið var
út 1984-1986 og byggt á vinsælum útvarpsþáttum hennar. En
fræðilegar ævisögur kvenna þar sem líf einnar konu varð heil bók
létu á sér standa.16
16 Raunar hafði komið út nokkurs konar ævisaga konu þegar fyrir aldamótin 1900,
Sagan af Þuríði formanni og Kambrdnsmönnum eftir Brynjólf Jónsson frá
Minna-Núpi. Hún kom út sem fylgirit Þjóðólfs í tímabilinu 1893-1897 og eins
og titillinn gefur til kynna snýst hún ekki síður um Kambsránið en Þuríði. Verk
Brynjólfs var endurútgefið með leiðréttingum árið 1941 og í þriðja sinn árið 1954
með leiðréttingum og viðaukum auk formála Guðna Jónssonar sem sá um út-
gáfuna.