Skírnir - 01.04.2013, Blaðsíða 155
SKÍRNIR
SKÚLI FÓGETI GAT REYKJAVÍK ...
153
Aðils 1911: 9-15; Skúli Magnússon 1947: 55-59). Hann gerir mikið
úr óþekkt sinni, segist hafa verið erfiður og ódæll og hrekkjóttur,
sýndi strax sem drengur takta þess sem vill láta til sín taka. Var
óþekkur eldhugi, kannski ofvirkur á sjúkdómsmáli samtímans.
Hann var af prestum en þó ekki alinn í bómull, látinn vinna til sjós
og lands. Skúli var undirmatsveinn — á kaupskipi hlýtur að vera,
léttadrengur og háseti og vann við verslunina í Húsavík á sumrin.
Kynntist því siglingum og kaupmennsku kornungur áður en hann
settist af alvöru í skóla. Fékk ekki ölmusu á Hólum en svo heppi-
lega vildi til að lærimeistari hans, áður fyrr skipaður skólameistari
á Hólum, varð stjúpi hans og útskrifaði hann. Skúli nýstúdent gekk
í þjónustu lögmanns hér heima í tvö ár, sem var góður skóli og
opnaði honum bókasafn, og í því heillaðist hann hvað mest af nátt-
úrufræði. Gat ekki hugsað sér að setjast sem prestur í útkjálka-
brauð.
Slíkt var óþolið að Skúli fór til Hafnar til náms þótt auralaus
væri. Hann stundaði guðfræðinám við háskólann 1732-34. Um það
leyti sem fátæktin var að reka hann um borð í Kínaskip sem skips-
skrifara bauðst honum að vinna fyrir sér með náminu í Höfn sem
textamaður og þýðandi (Lýður Björnsson 1966: 11).
Fátæktin varð Skúla að happi. Staðnaða tungumálið opnaði dyr
að dönskum skjalasöfnum. Skúli hafði tekið prófessor Hans Gram,
etatsráð og leyndarskjalavörð, sem aðalkennara. Gram fékk Skúla til
að skrifa upp gömul handrit og benti öðrum á að nota krafta hans.
Prófessor Gram var fræðimaður á sögu og fornar norrænar bók-
menntir, aldavinur Arna Magnússonar. Hann átti afburða bókasafn
sem gladdi Skúli mikið, þar kynntist hann stærri heimi en venju-
legur háskólastúdent og myndaði sín fyrstu tengsl við valdamikla
menn. Lenti á fylliríi svo slæmu, örgeðja og óstýrilátur, að hann
barði fjóra næturverði og braut þrjár gaddakylfur, borgaði sekt og
slapp með það (Jón Jónsson Aðils 1911: 21-22; Skúli Magnússon
1947: 61). Stundaði námið samt vel og tók þátt í kappræðum á lat-
ínu. Var flinkur í mannlegum samskiptum, ávann sér aðstoð og hylli
æðri manna og tókst létt að heilla konur. Lögmannsdóttirin sem
hann hafði búið í návígi við sem nýstúdent var skotin í honum, vildi
fá hann í hjónaband og sú sveifla kom honum kornungum í sýslu-