Skírnir - 01.04.2013, Blaðsíða 144
142
ÞÓRUNN ERLU VALDIMARSDÓTTIR
SKÍRNIR
Er létt viðkvæm fyrir því að borgin gerði Skúlatún með styttuna
af Merkúr að Þórunnartúni, í höfuðið á Þórunni Jónassen, einni af
fjórum fyrstu frúum í borgarstjórn. Finnst táknrænt rétt að hylla
Skúla úr því hann var látinn standa upp fyrir „mér“.
Og gaman er að nálgast gullskýrt upphaf Reykjavíkurborgar.
Þótt hún sé byggð á sjö hæðum eins og Rómaborg var hér enginn
goðsögu-Skúli að drekka úlfamjólk, svo stutt er síðan, bara 260 ár.
Fyrirbærið gerist lítið ljóðrænna en það að Skúli fékk Eggert Ólafs-
son „sem ýtti frá kaldri skor“ til að gera uppdrátt að innsigli og
flaggi fyrir Innréttingarnar. Eggert stakk upp á flöttum þorski sem
varð elsta tákn Reykjavíkurþorps. Raunsætt og lyktandi af íslensku
slori, engin „fornra súlna er flutu á land“ seinni tíðar rómantík hvað
þá súludans. Upphafið er hagræns eðlis en heillandi fyrir því. Eftir
hrunið 2008 fékk annar hver maður sem aldrei fyrr hafði sperrt eyru
áhuga á því hagræna. Gat ekki annað. Heimurinn er allur úr lagi
genginn svo skín í gangvirki allra hags. Að hugsa um hag er sko ekki
ómerkilegt.
Ævisaga Skúla fógeta eftir Jón J. Aðils frá 1911, bók Lýðs Björns-
sonar um hann og önnur um Innréttingarnar og doktorsritgerð
Hrefnu Róbertsdóttur um ullariðnaðinn gefa sýn inn í flókinn heim
hlutabréfa, iðnrekstrar, endalausra málaferla vegna fyrirtækis, klag-
ana og átaka við samkeppnisaðila og sníkjur til hins opinbera. Allt
þetta var nýtt hér í sögunni, ótrúlega flókið stjórnsýslulega handan
við sjálf iðnaðartólin, fólkið, brennisteinsvinnsluna, mylluna, sút-
unina og kaðlagerðina, þilskipin og verksmiðjurnar. Endalaus bréf
og pappírar um endurskoðaðan rekstur, hlutafélag, eignarhalds-
félag, virðingargerðir, reikningar, greinargerðir, áætlanir, hluta-
bréfauppboð í kauphöll Kaupmannahafnar, ásakanir, vinnuhag-
ræðing, iðnnám, uppsagnir, næturverðir og allt heila vesenið sem
verður til þegar samfélag hoppar frá bjartri og einfaldri sveita-
mennsku miðalda inn í samtímann (Lýður Björnsson 1998: 111,
133, 158). Stjórnsýslu-, pappírs- og málaferlalega séð er 18. öldin
býsna samtímaleg. Eftir tólf ára rekstur íslensks hlutafélags Inn-
réttinganna (sem konungur dældi fé í) rak Almenna verslunarfélagið
(alþjóðlegt danskt stórfyrirtæki) Reykjavík í rúman áratug og að