Skírnir - 01.04.2013, Blaðsíða 202
200
ALDA BJÖRK VALDIMARSDÓTTIR
SKÍRNIR
Isabellu að hún hafi aldrei séð sjóinn.13 Samfélag hennar er snautt og
kyrrstætt, loftlaust, óvirkt og jafnvel lífvana.
Til þess að varpa frekara ljósi á skapgerð Emmu notar Tanner
kenningar austurríska heimspekingsins Ottos Weininger sem skrif-
aði Kyn og skapgerð (Geschlecht und, Charakter, 1903), en Weining-
er sagði jafnvel lítilmótlegustu karla hátt hafna yfir yfirburða
kvenfólk.14 Hefur konan þá yfirleitt enga merkingu, engan tilgang í
heiminum? spyr Weininger, og segir Tanner svar hans geta varpað
ljósi á stöðu Emmu. Hið sanna eðli kvenna birtist í þörf þeirra á að
koma á samböndum (e. match-making), en eðlislægir eiginleikar
konunnar njóta sín best þegar kemur að því að para saman einstakl-
inga á kynferðislegum forsendum.15 Samkvæmt Weininger, segir
Tanner, má setja jafnaðarmerki á milli kvenleika og pörunar, kven-
leika og hjúskaparmiðlunar, en þessir eiginleikar konunnar gera það
einnig að verkum að hana skortir með öllu getu til að takast á við
hin æðri gildi.16 Það er rétt ályktað hjá Tony Tanner að kenningar
Weiningers geta leitt hugann að Emmu sem hjúskaparmiðlara, en þó
má einnig spyrja sig þeirrar spurningar hvort aðrar forsendur en hin
13 Austen 2012: 104. Lítil og lokuð tilvera Emmu er dregin upp á táknrænan hátt í
upphafssenu kvikmyndar Douglas McGrath (Emma, 1996) þar sem við sjáum
plánetu smám saman snúast nær áhorfanda undir kynningatitlum: „Fyrsta skot
sjálfrar myndarinnar er af máluðum leikfangahnetti sem leikkonan og ástargyðja
myndarinnar Gwyneth Paltrow, snýr af leikni í hendi sér. Áhorfendur eru að
horfa á gerviveröld sem snýst ekki umhverfis sólu heldur um ástir og brúðkaup.
Þeir eru í tilbúnum afmörkuðum heimi rómönsunnar sem er stjórnað af konum
og mótast af kvenlegri sýn á tilveruna." Sjá frekari greiningu á senunni í Alda
Björk Valdimarsdóttir 1999: 649.
14 Verk Ottos Weininger hafði talsverð áhrif í íslenskum bókmenntum 20. aldar
þótt óbein væru, því að það mótaði kynjahugmyndirnar í skáldsögu Halldórs
Laxness, Vefaranum miklafrá Kasmír, sem kom út 1927. Sjá t.d. Hallberg 1960:
61-104.
15 Tanner 1986:178: „His answer is firm and clear: ‘It is from nothing less than the
phenomenom of match-making from which we may be able to infer most cor-
rectly the real nature of women.’ [...] As Weininger sees it, this match-making
instinct stems from a boundless desire to detect evidence of the actual or poten-
tial sexual union of a couple.“
16 Tanner 1986: 178: „So we arrive at a succinct formulation of his notion: ‘fe-
maleness is identical with pairing’; ‘femaleness and match-making are identical’.
His contention is that he has ‘shown the connection between woman positive as
match-maker, and woman negative as utterly lacking in the higher life’.“