Skírnir - 01.04.2013, Blaðsíða 148
146 ÞÓRUNN ERLU VALDIMARSDÓTTIR SKÍRNIR
og um hundrað manns í vinnu. Alvöru fólk er bak við þessar tölur,
skrautlegt lið með dúndrandi hjörtu og mismikla lús, útlendingar í
kúltursjokki til að byrja með, skipstjórar, vefarameistarar, keralda-
smiðir, beykir, járnsmiður, kaðlari og sútari, spinnerskur og pill-
erskur sem ei komust í tölu sveina. Hespurnar voru þegar mest var
í tugum þúsunda og ýmsar tegundir af garni notaðar til fram-
leiðslunnar. Undir Almenna verslunarfélaginu um 1770 er 53 manni
sagt upp vegna offramleiðslu og þá verða eftir 30-40 manns í vinnu.
Ákveðið var að halda vefsmiðjunni gangandi og reyna að efla hana.
Og rokkar og skyttur snerust og gengu þótt í litlum mæli væri fram
yfir aldamót.
Lítið hefur verið gert úr því hvernig tókst til, því stökkið frá
miðöldum til nútíma náði ekki alla leið. Það er röng afstaða. Þetta
var heilmikil byrjun og skipti máli upp á framhaldið. Ullarvinnslan
og hreinsun brennisteins í púður fyrir byssur Dana gekk allan seinni
hluta 18. aldar. Eftir að Innréttingarnar höfðu skapað hér þorp
sogaðist allt hingað, fálkahúsið kom frá Bessastöðum 1763, verslunin
úr Orfirisey um 1780 og með fríhöndlun 1786 fékk þorpið kaup-
staðarréttindi. Biskup Islands kom um 1800, þá voru hér 42 hús og
301 íbúi. Svo kom dómsvaldið, latínuskólinn, alþingi, háyfirvaldið,
fógeti, landlæknir og allir. Nema þeir sem aldrei fóru suður.
Hluthafar komu út í gróða (Lýður Björnsson 1998:138). Kóng-
ur tapaði litlu. Allir unnu og smám saman breyttust tímarnir. Oldin
nítjánda ól svo af sér lýðfrelsi og þjóðernishyggju og nýjar hetjur
hófu þá að stilla íslensku klukkuna eftir þeirri stóru erlendu. Smám
saman óx þéttbýli og myndaðist markaður innanlands fyrir tau og
klæði, svo karlar og kerlingar í myrkri torfbæja hættu að vinna þau
5 kíló af ull sem Skúla taldist til að hver maður þyrfti til að skýla nekt
sinni og standast kuldann.
Þjóðsögur sýna að alþýða leit upp til Skúla og taldi hann sinn
mann gegn kaupmannaveldinu (Lýður Björnsson 1966: 94). Hann
stóð í snúnum málaferlum við kaupmenn og skrifaði tillögur um
betri viðskipahætti. Var frekur og fyrirferðarmikill og fyrirtækið
sem hann stýrði lengst af og átti stærstan hlut í var nýtískulegt, svo
að auðvitað bakbitu hann og -nöguðu fýlupúkar og fýlubúkar.