Skírnir - 01.04.2013, Blaðsíða 169
SKÍRNIR
KONUR OG VÖLD f BREIÐAFIRÐI ...
167
Sturlu, eignaðist systur Jóns og með henni land í Króksfjarðarnesi
og Króksfjarðareyjar. Synir Jóns og Steinunnar voru Bergþór, Ivar,
Brandur og Ingimundur (Sturlunga saga I 1946: 52, 76). Brandur
og Ingimundur bjuggu síðan á Reykhólum, en Bergþór gerðist
prestur á Stað í Steingrímsfirði. Allir voru þessir menn nánir banda-
menn Sturlunga og fylgdu þeim í stórræðum.7 Bárður Snorrason úr
Selárdal átti Þórdísi Sturludóttur, systur Steinunnar. Synir þeirra
voru Pétur, Snorri og Sturla (Sturlunga saga I 1946: 52, 76). Sturla
Bárðarson, sonur þeirra, réð miklu um að Sturlungar voru lengst af
stuðningsmenn sona Hrafns Sveinbjarnarsonar í baráttu þeirra við
Þorvald Vatnsfirðing. Sturla var í vinfengi við Hrafn en einnig við
Þórð Sturluson (Sturlunga saga I 1946: 221). Þá var Sturla mikill
vinur Snorra Sturlusonar í Reykholti, en Guðný Böðvarsdóttir bjó
þar seinustu æviár sín.8
Dætur Hvamm-Sturlu og Ingibjargar eru líklega fæddar skömmu
eftir 1150 og því allar líkur á því að þær hafi eignast menn og flutt
úr heimahúsum á meðan faðir þeirra lifði. Báðar giftast þær vest-
firskum stórbændum og því má ætla að Sturlu hafi verið nokkuð í
mun að treysta tengslanet sitt norðan við Breiðafjörðinn og þá ekki
síst við Reykhólamenn. Þetta skilaði Sturlungum miklu og var t.d.
grunnurinn að styrkri stöðu Þórðar kakala á Vestfjörðum þegar
hann sneri heim frá Noregi 1242.9
Ekkert af eldri börnum Sturlu tekur við ríki hans eftir lát hans.
Þar var litið til sona hans af síðara hjónabandi og þar með til
Guðnýjar. Þegar Sturla lést var Snorri kominn í Odda, en Þórður og
Sighvatur voru báðir heima. Var Þórður þá átján vetra en Sighvatur
þrettán. Eftir fráfall Sturlu „vanði Ari in sterki ferðir sínar í Hvamm,
ok gerðust með þeim Guðnýju kærleikar miklir“ (Sturlunga saga I
1946: 229). Dóttir Ara og Kolfinnu, dóttur Gissurar Hallssonar lög-
sögumanns, var Helga. Þau Guðný og Ari fóru til Noregs 1186 en
áður hafði Þórður Sturluson gengið að eiga Helgu Aradóttur.
7 Ingimundur Jónsson var t.d. í fylgd með Þórði Sturlusyni, Sturlu Sighvatssyni og
að lokum Snorra Sturlusyni, en hann lést í Skáney í Reykholtsdal 1231, sjá Sturl-
unga sögu I 1946: 297, 309, 315, 346.
8 Sbr. Sturlunga sögu I 1946: 271.
9 Sjá Sverri Jakobsson 2002: 174-175.