Skírnir - 01.04.2013, Blaðsíða 147
SKÍRNIR
SKÚLI FÓGETI GAT REYKJAVÍK ...
145
fengum við Stjórnarráðshúsið um 1770, átján árum eftir að Skúli
byrjaði að hamast.
Strax þá sá Skúli eftir því að stjórnsýsluhúsum hafði verið dreift
um hæðir og hóla nærri gömlu miðjunni á Bessastöðum, byggt hafði
verið nýtt yfir amtmann þar, fógeta í Viðey og landlækni í Nesi við
Seltjörn Qón Jakobsson 1951: 51, 53; Jón Jónsson Aðils 1911: 304;
Lýður Björnsson 1998: 29). Hann sá að best hefði verið að þjappa
þessum embættismönnum saman í litlu Reykjavík. Skúla er því
fljótt ljóst að vaxinn er vísir að höfuðstað. Hann fór tuttugu og eina
ferð til Kaupmannahafnar, mest að stússa í málum og málaferlum
Innréttinganna. Dvaldist þar sárlasinn á árunum 1782-1786 og slapp
því við að horfa á hörmungar móðuharðindanna í nálægð. Jón sonur
hans var meðþénari í embættinu og „eftirkomandi landfógeti" frá
1763, svo að Skúli gat tekið sér langar setur í Höfn. Hann var
flottur, ekki spurning.
Skúli keypti strax árið 1852 tvær skútur til fiskveiða og leigði tvær
aðrar til flutninga út hingað. Hingað sigldu þá fjögur skip með 14
norskar og danskar bændafjölskyldur sem áttu að upphefja akur-
yrkju víða um land, efni í hús, rokka, litunarefni, vefstóla og rokka,
hjólbörur og hestvagn Qón Jónsson Aðils 1911: 97-98; Lýður
Björnsson 1998: 47). Strax var tekið til við að vefa á Bessastöðum og
haldið áfram á Leirá meðan byggt var yfir fyrirtækið í sveitabænum
Reykjavík. Fólk var rekið burt úr bæjarhúsum, „allur skríllinn“ eins
og það hét, hopp og dans muniði, nema gamall lögréttumaður, svo
hýsa mætti iðnaðarmenn meðan þeir byggðu fyrstu götu Reykja-
víkur (Lýður Björnsson 1998: 46-47, 65). Danir kölluðu fyrirbærið
Indretninger. Byggð eru hér tíu hús. Þetta var merkilegasta nýjung
Islandssögunnar fram að þessu. Samtíminn tyllti niður tánum hér,
að minnsta kosti einni.
Þorleifur Óskarsson gaf styrk konungs til Innréttinganna og
stærð þeirra merkingu með samanburði í Sögu Reykjavíkur. Kon-
ungur eyddi sem svaraði fjögurra ára gróða af versluninni í fyrir-
tækið (Hrefna Róbertsdóttir 2001: 34, 175, 188; Lýður Björnsson
1998: 165; Sverrir Kristjánsson 1981: 54; Þorleifur Óskarsson: 124).
Umsvifin voru mest rúm 10 prósent af heildarverðmæti útflutnings