Skírnir - 01.04.2013, Page 72
70
EYJA M. BRYNJARSDÓTTIR
SKÍRNIR
rýna hugsun. í greininni „Critical Inquiry: Considering the Con-
text“ tilgreina þau sex atriði sem mikilvægt sé að flétta inn í gagn-
rýna hugsun eða gagnrýna rannsókn sem á að geta staðið undir
nafni. Þessi sex atriði eru öll þættir í því sem kalla má samhengi: 1)
Þekking á samræðusamhengi (e. dialectical context), það er á þeirri
umræðu sem hefur átt sér stað um viðkomandi málefni, bæði á fyrri
tímum og núna, á sögu hennar og á mögulegum mótrökum. 2)
Skilningur á almennum venjum hvað varðar viðkomandi málefni,
sem og ríkjandi skoðunum. 3) Skilningur á vitsmunalegu, pólitísku,
sögulegu og félagslegu samhengi sem setja má málefnið í. Málefnið
hefur tæpast komið fram í tómarúmi og mikilvægt er að gera sér
grein fyrir forsendum og afleiðingum þess sem haldið er fram. 4)
Þekking á samhengi innan þeirrar fræðigreinar sem á við. 5) Upp-
lýsingar um þær heimildir sem rökin byggjast á. 6) Vitund um eigin
skoðanir og hlutdrægni (Battersby og Bailin 2011: 243, 252-253).
Sumir þessara þátta geta svo vissulega skarast, kannski á mismunandi
hátt eftir því hvert málefnið er hverju sinni.
Það sem Battersby og Bailin halda þarna fram er kannski ekki svo
fjarri því sem löngum hefur verið talið til heilbrigðrar skynsemi: að
það hjálpi yfirleitt að hafa eitthvert vit á því sem maður er að tala um.
Þegar hugsað er til þess mætti kannski ætla að boðskapur þeirra sé of
sjálfsagður til að færa í orð. En það virðist full þörf að ítreka þetta, ekki
síst þegar hugað er að því hvað fella megi undir gagnrýna hugsun.
Við könnumst sjálfsagt flest við sjálfskipaða ofurhugsuði, eða svo-
kallaða besservissera, sem koma aðvífandi og þykjast geta frætt nær-
stadda um allt sem máli skiptir varðandi tiltekið umræðuefni í krafti
rökvísi sinnar, jafnvel þótt umræðuefnið varði hluti sem þeir hafi í
raun engar forsendur til að þekkja. Það er einmitt þetta sem hætta er
á ef þröngur skilningur er lagður í gagnrýna hugsun. Nemendur sem
hafa lært að greina rökfærslur og þekkja rökvillur telja sig þá færa í
flestan sjó og vanmeta hlutverk þekkingar og samhengis í allri málef-
naumræðu; líta á sig sem útlærða gagnrýna hugsuði sem geti talað
sem sérfræðingar um hvaðeina sem á vegi þeirra verður.7
7 Meðal fleiri heimspekinga sem fjallað hafa um mikilvægi þekkingar og samhengis
viðreynslu fyrir gagnrýna hugsun má nefna Kal Alston (2001) og Duck-Joo Kwak