Skírnir - 01.04.2013, Blaðsíða 183
SKÍRNIR
BARNALEIKUR
181
undantekningar og sannarlega eru til læknar sem gefa sjúklingum
allan þann tíma sem þeir geta. Umræðan um vaxandi firringu í heil-
brigðisvísindum hefur þó orðið til þess að sérstök bókmenntanám-
skeið hafa verið tekin upp í læknanámi á þeim forsendum að
bókmenntir bjóði lesendum þau forréttindi að geta rætt og greint
tilbúið fólk, líkama og sál, líðan og vandamál út frá fjölmörgum
sjónarhornum og dýpkað þar með mannhyggju, samkennd með
fólki og skilning á því hve mikilvægt það er að hlusta á sögur ann-
arra til að geta túlkað þær, greint og brugðist við þeim. Nokkrar
áhugaverðar skáldsögur hafa verið skrifaðar af læknum sem hafa
veikst hættulega og kynnst heilbrigðiskerfinu hinum megin frá.2
Það hefur líka verið bent á að bókmenntafræðingar hafi gott af því
að kynnast „líkamleika" læknastarfsins auk þess sjónarhorns á
mannlífið sem læknar búa yfir og gætu deilt með öðrum í bók-
menntum og listskilningi. Annar hefur þannig nokkuð til hins að
sækja og Martyn Evans lýsir verkefni læknisfræðilegra hugvísinda
þannig að þar séu bæði hug- og læknavísindi að „horfa á lækn-
isfræðina, þau séu líka að horfa á sjúklinga, og — síðast en ekki síst
— horfa á læknisfræðina horfa á sjúklinga."3 Frásögnum hefur
fjölgað þar sem sjúklingar segja sögu sína og lýsa upplifun sinni af
sjúkdómum og stundum yfirvofandi dauða og þessar sjúklinga-
sögur {pathographies) eru taldar ein af undirgreinum sjálfsævisagna
samtímans.4 Þessar sögur eru mjög ólíkar sjúkraskrám sem eru
2 Um þetta hefur mikið verið rætt og ritað eins og nærri má geta um forsendur
nýrrar fræðigreinar. Hér er látið nægja að benda á verk Ritu Charon sem er bæði
læknir og bókmenntafræðingur, Rolfs Alzen, sem einnig er læknir og bók-
menntafræðingur, og Arthurs W. Frank sem er félagsfræðingur og upphafsmaður
umræðunnar um sjúkdóma sem frásögn. Frank hafði mikil áhrif með bók sinni,
The Wotmded Storyteller. Body, Illness, and Ethics (1995). Einnig má nefna sænska
rithöfundinn og lækninn P.C. Jersild sem skrifaði skáldsöguna Bahels hus (1978)
um ómanneskjulegt viðmót nútíma sjúkrahúsa en sú bók vakti mikla athygli á
sínum tíma.
3 Bernhardsson 2010: 48, „humanities looking at medicine, looking at patients, and
— crucially — looking at medicine looking at patients".
4 Af íslenskum bókmenntum sem fjalla um það hvernig sjúklingar upplifa heil-
brigðiskerfið má nefna Sólina og skuggann eftir Fríðu Á Sigurðardóttur (1981) og
Læknamafíuna eftir Auði Haralds (1980) sem dæmi. Dæmi um skáldverk sem lýsa
baráttu við banvænan sjúkdóm eru Ótuktin eftir Önnu Pálínu Árnadóttur (2004)
og Eitt vor enn? eftir Gylfa Gröndal (2005).