Skírnir - 01.04.2013, Blaðsíða 152
150
ÞÓRUNN ERLU VALDIMARSDÓTTIR
SKÍRNIR
Engin mynd var teiknuð eða máluð af Skúla, sem sýnir menn-
ingarleysið í landinu. Jón Espólín segir að Skúli hafi verið hár
meðalmaður, mun lægri en ég sem sagt, ei mjög gildur, kvikur mjög,
með ör eftir danska bólusótt í andliti. Skarpeygur og varaþykkur
og beit á vörina þá hann talaði og mikill var rómur hans.
Islenskar xviskrár lýsa Skúla sem þrekmiklum, nokkuð harðlynd-
um, drykkfelldum og þá svakalegum, hafði það til að vera brögðóttur,
vinfastur og þrautgóður, vel gefinn, vel að sér og hagmæltur.
Jón Aðils (1911: 306-321) dregur saman lýsingar á Skúla: Faðir
okkar er réttvaxinn, sívalur, skinnræstinn en hörundsbjartur, tog-
inleitur og bólugrafinn, varamikill og þó ekki munnljótur, kyssu-
legur bara, fráneygur og svarteygur, augnabrúnagerr ef hann reiddist,
sem var kynfylgja, stórhöfðingleitur með áhyggjusvip. Hvellróm-
aður og seinmæltur. Þolinn, þrautseigur og heilsugóður. Viðhafnar-
og skartmaður, þó ekki hversdagslega. Hreinlátur, reglufastur, kurt-
eis, í meðallagi glaðlyndur, fálátur og þögull hversdagslega, gat verið
glaðlyndur og gagnyrtur og jafnvel stundum meinyrtur, en glens
og léttúð þó fjarri skapi. Uppstökkur og reiðigjarn, kannski á frá-
hvarfinu, en stillti allvel orð sín ódrukkinn. Fullur var pabbi vor
geðríkur orðhákur með lausa hönd. Sagði sjálfur fyrir um bygg-
ingar allar og mannvirki er hann var við riðinn. Átti 1300 titla bóka-
safn, drengurinn, og elskaði alla tíð guðfræðina sína þótt ytra lífið
snerist um reikninga, lögfræði og stjórnmál. Mælist því mikill
menntavinur. Allir eru sammála um að hann hafi verið iðjusöm
hamhleypa. Enginn landi utan Jón Eiríksson átti slíkt safn sem hann
af merkum og valdamiklum dönskum kunningjum, greifum og
fyrirmennum stjórnaráðsins. Síðast og ekki síst var Skúli harður í
viðskiptum við höfðingja en brjóstgóður ekkjum, munaðarleys-
ingjum og minni máttar. Tók sárt til fátæklinga, ekki síst sem kaup-
menn kvöldu. Og hann fór betur með vín með aldrinum.
Skúlaskeið Gríms Thomsen er ekki um okkar Skúla, heldur
annað kvæði Gríms. Skúlaskeið fógetans er sjálf 18. öldin.
Stytta Guðmundar frá Miðdal, sem stendur í forðum kirkju-
garðinum í Kvosinni, nú Fógetagarði var smíðuð árið sem ég fædd-
ist. Styttan er fantasía fjarri lagi. Sýnir allt annan Skúla í stórum