Skírnir - 01.04.2013, Blaðsíða 219
SKÍRNIR
Á ÓVÍSUM STAÐ
217
hljóðlist og hvers konar hugmyndalist. Magnús fékk til sín fjölda
annarra kennara, innlendra og erlendra, og starfið í deildinni átti
eftir að hafa djúp áhrif á þróun íslenskrar myndlistar næstu áratugi.
Það kom mörgum á óvart að það voru margir nemar úr Nýlista-
deildinni í hópi þeirra sem boðuðu nýja málverkið veturinn 1982-
1983 en í raun var þar um eins konar misskilning að ræða: Margir
héldu að nýlistin hafnaði málverkinu og boðaði endalok þess.
Árið 1983 tóku þeir Ingólfur Arnarsson og Helgi Þorgils Frið-
jónsson við stjórn Nýlistadeildarinnar og þangað sótti Húbert Nói
þegar hann hafði lokið fornámi og útskrifaðist þremur árum síðar.
Nýlistadeildin var alla tíð umdeild og vorið sem Húbert Nói út-
skrifaðist hafði Einar Hákonarson veist harkalega að henni í viðtali þar
sem hann sagði: „Þetta er orðinn einhverskonar sandkassaleikur, þar
sem hver nemandi gerir það sem honum sýnist og ég get ekki séð
neina ástæðu til þess að kosta kennara til þess að líta eftir þesskonar
föndri.“2 Húbert Nói og samnemandi hans, Þorvaldur Þorsteinsson,
snerust til varnar og rituðu opið bréf þar sem þeir lýsa upplifun sinni
af náminu og, um leið, afstöðu sinni til myndlistariðkunar:
Nýlistadeildin knýr menn til sjálfstæðrar, agaðrar vinnu með því að láta
nemendur gera fulla grein fyrir eigin hugmyndum og fylgja þeim eftir í því
efni sem hentar hverju sinni, líta aldrei á fyrstu lausnina sem þá einu réttu
og taka afstöðu til ólíkra vinnubragða. Þar eru grundvallaratriði skapandi
myndlistar ávallt í hávegum höfð. Það er alrangt að nýlistadeildin þjóni ein-
hverri einni „stefnu“ [...] Það er auðvitað engin „stefna“ í sjálfu sér að nota
mismunandi tækni til að koma mismunandi hugmyndum og tilfinningum
á framfæri. Það er ekki „stefna“ að vinna samhliða í málverki, bókagerð,
grafík og „installation" fremur en það er „stefna“ að vinna eingöngu í
grafík, svo dæmi sé tekið.3
Það má segja að Húbert Nói og Þorvaldur hafi sýnt þessa afstöðu
sína í verki þegar þeir héldu sýningu saman í Nýlistasafninu strax í
ágúst sama ár því þar sýndi Húbert Nói kolateikningar og olíumál-
2 „Holskeflur sífellt nýrra áhrifa dynja á listamönnum". Lesbók Morgunblaðsins, 16.
maí 1987, bls. 9.
3 „Opið bréf til Einars Hákonarsonar forstöðumanns Kjarvalsstaða“. Morgun-
blaðið, 22. maí 1987, bls. 12.