Skírnir - 01.04.2013, Blaðsíða 118
RÓSA MAGNÚSDÓTTIR
Þóra, Kristinn og kommúnisminn
Hugleidingar um œvisögu í smídum
Hin sagnfræðilega ævisaga hefur mikið verið í fræðilegri umræðu
síðustu áratugi enda margt í þeirri deiglu. Ævisögur eru rótgróin og
vinsæl bókmenntagrein, ýmsar ævisögur ná metsölu um allan heim
og ekkert lát virðist vera á vinsældum þessa forms sem í meðferðum
fræðimanna hefur þó breyst og þróast svo mjög á síðustu árum að
það eru síður en svo bara einstaklingar sem eru viðfangsefni ævi-
sagnaritara. Nýlega kom út á íslensku bókin á: œvisaga (Stefán Páls-
son o.fl. 2012) og til eru fjölmörg dæmi um ævisögur staða, hópa,
hluta og sjúkdóma svo nokkuð sé nefnt.1 Þannig koma líka æ fleiri
sagnfræðingar að ritun ævisagna og í samræmi við kenningarlega og
þverfaglega þróun fræðigreinarinnar hefur umræða um aðferðir
ævisögunnar aukist mjög á liðnum árum.2
1 Sjá t.d. Brown 2004, Mukherjee 2010, Roiphe 2007 og Rowley 2005. Á íslandi er
líka skemmst að minnast ævisögunnar Héðinn, Bríet, Valdimar og Laufey eftir
Matthías Viðar Sæmundsson (2004) sem auglýst var sem fjölskyldusaga. Svo má
nefna bókina Thorsararnir eftir Guðmund Magnússon (2005) sem er nokkurs
konar ættarsaga og bókina Skáldalíf eftir Halldór Guðmundsson (2006) þar sem
æviskeið annars óskyldra rithöfunda, Þórbergs Þórðarsonar og Gunnars Gunn-
arssonar, eru fléttuð saman svipað og Alan Bullock (1993) gerði t.d. í frægri bók
um harðstjórana Hitler og Stalín.
2 Hér er þó rétt að geta þess að fræðitímaritið Biography hefur verið gefið út frá
árinu 1978 og a/h: Auto/BiographyStudies hefur komið út í bráðum 28 ár. Nýlegri
tímarit taka mið af breyttri fræðilegri umræðu um ævisögur eins og titillinn Life
Writing gefur til kynna en það tímarit hefur verið gefið út frá árinu 2004. Fræðileg
umræða um ævisögur hefur blómstrað mjög undanfarin ár og hefur fundið farveg
í almennari tímaritum sagnfræðinga. Þannig tileinkaði helsta tímarit bandarískra
sagnfræðinga, American Historical Review, ævisöguritun eitt tölublað árið 2009
og Australian Historical Studies gerði hið sama árið 2012. Fræðileg umræða um
ævisögur hefur einnig aukist mjög á íslandi undanfarin ár. Sjá sérstaklega bækur
Sigurðar Gylfa Magnússonar (2004, 2005). Þá hefur sagnfræðilegum ævisögum
verið gert hátt undir höfði, t.d. í tímaritinu Sögu sem fékk ellefu fræðimenn og
Skírnir, 187. ár (vor 2013)