Skírnir - 01.04.2013, Blaðsíða 74
72
EYJA M. BRYNJARSDÓTTIR
SKÍRNIR
Lítum nánar á þetta dæmi. Þarna snýst málið um að eðlis-
fræðingar hafi á undanförnum áratugum gert ýmsar uppgötvanir
um eðli alheimsins og þess sem í honum er. Þar má nefna allt frá
örsmáum öreindum sem allt efni, og þar með efnislegir hlutir, er á
endanum samansett úr til stærðar og takmarkana rúms og tíma.
Þetta leiðir til þess, samkvæmt þeim Hawking og Mlodinow, að
eðlisfræðingar geti nú svarað spurningum sem áður voru á könnu
heimspekinga sem hafi hins vegar helst úr lest þekkingarleitar-
manna. Nú er vissulega rétt, eða í það minnsta líklegt, að eðlisfræði
og aðrar skyldar greinar geti sagt okkur ýmislegt um tilurð heims-
ins og eðli hans. En ekki er þar með sagt að öllum spurningum um
eðli og tilgang heimsins sé þá svarað og það er flestum ljóst sem hafa
lagt stund á heimspeki. Tökum efnislega hluti sem dæmi: Eðlis-
fræðingar geta svarað spurningum um samsetningu efnislegra hluta
í þeim skilningi að efnið í þeim sé byggt upp af öreindum með til-
teknum hætti. Slík svör eiga fullan rétt á sér og geta verið mjög
fróðleg, gagnleg og áhugaverð. Hins vegar eru til annars konar
spurningar um samsetningu hluta sem rannsóknir á efni og öreind-
um gefa engin svör við: „Er hlutur hið sama og safn eiginleika sinna
eða er einhvers konar frumspekilegur kjarni sem eiginleikarnir
raðast svo á?“, „Hvað greinir einn hlut frá öðrum?“, „Eru tilteknir
eiginleikar sem hlutur verður að hafa til að teljast sami hluturinn
þannig að ef hann missir einhvern þeirra breytist hann í annan
hlut?“, „Hvernig varðveitist samsemd hlutar gegnum tíma?“
Þarna er eins og eðlisfræðingarnir átti sig ekki á því að heim-
spekingar fást oft við hluti frá öðrum sjónarhornum, og á öðrum
forsendum, en þeir sjálfir. Vissulega gætu þeir viljað halda því fram
að þær frumspekilegu spurningar sem ég taldi upp hér að ofan
væru annað hvort merkingarlausar eða að ómögulegt sé að svara
þeim og tímasóun að reyna það. Því til stuðnings má benda á þriðja
kafla bókar Hawkings og Mlodinows þar sem þeir afgreiða hlut-
hyggju með snaggaralegum hætti, bæði frumspekilega og vísinda-
lega, og setja fram kenningu sem þeir kalla líkanaháða hluthyggju
(e. model-dependent realism). Meðal þess sem líkanaháð hlut-
hyggja á að hafa sér til ágætis er að sýna að allar frumspekilegar
vangaveltur séu tilgangslausar, ef ekki merkingarlausar. Það fylgir