Skírnir - 01.04.2013, Blaðsíða 120
118
RÓSA MAGNÚSDÓTTIR
SKÍRNIR
að sameiginlegt lífshlaup þeirra, bæði opinbert líf og einkalíf, hafi
snúist um að breiða út boðskap sósíalismans. Að auki voru þau í
vinfengi við flesta íslenska menntamenn sinnar tíðar. Halldór og
Auður Laxness og Þórbergur Þórðarson og Margrét Jónsdóttir
voru reglulegir gestir á heimili þeirra, Halldór Stefánsson og
Gunnþórunn Karlsdóttir kona hans voru þeirra bestu vinir, Sigfús
Daðason bjó hjá þeim á fyrstu árum sínum í Reykjavík og Ólafur
Jóhann Sigurðsson var um tíma í fæði hjá þeim. Hægt væri að nefna
fleiri nöfn — heimili þeirra víðsvegar í Reykjavík, síðast í Hvassa-
leiti, stóð gestum ævinlega opið og þar var boðið upp á kvöldkaffi
á virkum dögum og slegið til veislu þegar erlendir gestir voru á land-
inu eða önnur tilefni gáfust.
Helsta markmið mitt með því að skrifa sögu þeirra hjóna er að
hún verði leiðarstef í annars margslunginni sögu um íslenska
kommúnista á 20. öld, tengsl þeirra við Sovétríkin og alþjóðahreyf-
ingu sósíalismans, störf þeirra og hugsjónir. Á því tímabili sem
rannsóknin tekur til voru Kristinn og Þóra máttarstólpar í menn-
ingarlífi vinstri manna á Islandi, þau voru friðarsinnar, alþjóðasinnar
og náttúrusinnar og það er óhætt að fullyrða að í gegnum félags- og
ævistörf sín hafi þau hjónin sett sitt mark á íslenska menningu eins
og við þekkjum hana í dag. Þau umgengust reglulega marga af okkar
fremstu rithöfundum og hugsuðum og störfuðu náið með þeim Is-
lendingum sem unnu að því að auka hróður sósíalismans hér á landi,
ýmist í flokksstarfi, í kvennahreyfingunni, í vinafélögum eða í
menningarlífinu almennt.
Eg er þeirrar skoðunar að lífshlaup þeirra hjóna gefi einstakt
tækifæri til að skoða ákveðna þætti í sögu íslenskrar menningar og
sósíalískrar hreyfingar á Islandi í innlendu og alþjóðlegu samhengi.
Einhverjum gæti fundist ævisöguformið setja þessari sögu of
þröngan ramma, ég mun t.d. leggja áherslu á málefni sem voru þeim
hjónum hugleikin. Öðrum gæti fundist óþarfi að spyrða ævi þeirra
hjóna saman, að þau séu bæði „verðug viðfangsefni" sem einstak-
lingar, og að lokum vakna spurningar sem lúta að því hvort hægt sé
að láta þau hjónin, saman og hvort í sínu lagi, vera fulltrúa stærri
heildar, í þessu tilviki íslenskra sósíalista og menningarelítu vinstri
manna á íslandi. Ég mun því í þessari grein leggja áherslu á að sýna