Skírnir - 01.04.2013, Blaðsíða 198
ALDA BJÖRK VALDIMARSDÓTTIR
Er Emma sjálfshjálparhöfundur?
Jane Austen og kvennamenning
Brátt eru tvær aldir síðan Emma leit dagsins ljós, en þessi saga
ensku skáldkonunnar Jane Austen (1775-1817) kom fyrst út í
Lundúnum í desember 1815 og hefur nær alla tíð síðan verið á bóka-
markaði.1 Emma er sú saga Austen sem hefur verið í hvað mestum
metum ásamt Hroka og hleypidómum og þó eru þær söguhetjur
Elizabeth Bennet og Emma Woodhouse um flest ólíkar þrátt fyrir
sjálfstæði sitt og ríkan vilja. Elizabeth býr yfir ýmsum augljósum
kostum, hún er skynsöm, glaðlynd, orðheppin og full umhyggju í
garð ættingja sinna, en sjálf var Austen ekki einu sinni viss um ágæti
söguhetju sinnar Emmu. Fræg er yfirlýsing hennar: „Hér set ég
fram söguhetju sem engum nema mér á eftir að geðjast að.“2 Claudia
L. Johnson tekur undir þau orð í bók sinni um skáldkonuna, en hún
segir „gagnrýnendur elska að skamma þessa söguhetju“ Austen,
hún hafi líka vitað „að með henni tæki hún áhættu“. Emma biðst
aldrei afsökunar á ráðríki sínu og hún hefur verið ásökuð fyrir að
vera „hrokafull, góð með sig, stjórnsöm“ eða „sjálfhverf með full-
komnunaráráttu“.3 Handritshöfundurinn Andrew Davis orðaði
það á eftirminnilegan hátt í viðtali við breska blaðið The Telegraph
1 Á titilsíðu útgefandans, Johns Murray, stendur 1816. Fyrsta heildarútgáfa á
verkum Jane Austen er frá 1833. Um útgáfusögu hennar má lesa í Gilson (2007).
2 Austen-Leigh 2002: 119. Fyrsta útgáfa æviminninganna var gefin út í Lundúnum
af Richard Bentley and Son árið 1871. Minningarnar er hægt að nálgast í heild
sinni á Gutenberg-vefnum: http://www.gutenberg.org/files/17797/17797-h/
17797-h.htm. Upplýsingar sóttar 7. febrúar 2013. Tilvitnunin hljóðarsvo á ensku:
„T am going to take a heroine whom no one but myself will much like.’“
3 Johnson 1990 [1988]: 122. Tilvitnanirnar hljóða svo á ensku: „Emma has been the
heroine critics have loved to scold", „... with Emma, Austen knew she was taking
a risk“; og „Because Emma is often charged with the same transgressions — being
“arrogant, self-important, and controlling” og “narcissistic and perfectionist”".
Skírnir, 187. ár (vor 2013)