Skírnir - 01.04.2013, Blaðsíða 159
SKÍRNIR
SKÚLI FÓGETI GAT REYKJAVÍK ...
157
tré, curuma, sumak, trenicum rubrum, antimonicum, alún, indígó,
wau og victriol. Marglitar hendur fást við litun, fyrst við Elliðaár
þar sem þófaramyllan var, svo í Reykjavík. Mætti nú landinn kom-
ast úr sauðalitum og íslenskum jurtalitum og verða marglitur sem
Versalabændur. Röndótt sayette, grænt embs, rautt og gult flannel
og grænt rask með svörtum blómum. Bláar treyjur og Ijósgrænt
vaðmál fyrir fógetafrúna, blátt vaðmál og treyjur fyrir lögmanninn.
Rauðar buxur og bláar, skærar eins og Megas gengur í.
Falleg og framandleg nöfn á alls kyns vefnaði gefa fínerí til kynna,
og bætast við vídd litanna (Lýður Björnsson 1998:17, 67-69). Dýr-
indis dúka- og klæðagerð fer fram. Framleitt er flannel, hörléreft,
hörstrigi, svanabaj, calemanque, kersey, sayette, sars, triffel, pyckla-
gen og pack. Röndótt og með áþrykktu blómamynstri, mjúkt og
lausofið, þæft og ýft. Hér er siðmenningin að stíga á land í fíneríi
reykvísku, marglitu, þrykktu og mynsturofnu, heldur betur. Líka
voru ofnar ábreiður á hesta.
Ekki bara embættismenn, þjónar og afbrotafólk sem Jón Hregg-
viðsson var á Oxarárþingi upp úr miðri 18. öld. Líka hestalestir með
marglitum dúkum og taui, meðan Þingvellir voru dreifimiðstöð
iðnaðarvöru litlu Reykjavíkur. (Lýður Björnsson 1998: 73-74,163)
Hluthafar þar skuldbundu sig til að selja til dæmis blátt og grænt trif-
fel heima í sýslum, blátt og rautt sars, blátt og grænt rask, grænt
mackey og flannel. Árið 1758 eru þetta tæpar tvö þúsund álnir. Með
konungsversluninni 1759 er tekið að flytja framleiðslu Víkur til
Kaupmannahafnar og henni dreift þaðan aftur á íslenskar hafnir.
Ljóðrænt gaman er að vita hvað fyrstu þilskip í eigu þjóðarinnar
hétu áður en Skúli breytti nafni þeirra í Friðriksgáfu og Friðriksósk
í sleikjuskap við konung að þeirra tíðar hætti. Önnur húkkortan
hét Andrés og hin Hertogaynjan (Lýður Björnsson 1998: 44, 57, 60,
161, 164). Andrés og hertogaynjan hét ævintýrið og þilskipið, sem
smíðað var í Örfirisey á vegum Innréttinganna, hét Hafmeyjan ís-
lenska. Hún var jakt, líka var þar smíðaður bátur með þilfari eða
slúppa og nokkrir opnir bátar. Skipin spöruðu fyrirtækinu flutn-
ingskostnað, fiskveiðarnar gengu ekki nógu vel vegna aflaleysis,
skipstjórar voru erlendir og þekktu ekki sumarmiðin. Utgerðin var
rekin í tólf ár, 1752-1764.