Skírnir - 01.04.2013, Blaðsíða 103
SKÍRNIR
TÁKNMYND EÐA EINSTAKLINGUR?
101
Helgadóttir (1998) skoðaði líf hennar í því samhengi og speglaði í
henni stöðu og kjör prestsekkna.
Iþriðja lagi eru konur sem kalla mætti venjulegar og hafa skilið
eftir sig heimildir sem þykja henta í það frásagnarform sem hefur
notið mikilla vinsælda í femínískri ævisagnaritun; sameiginlega ævi-
sögu. Þar renna saman líf nokkurra kvenna, jafnvel margra, ýmist
sem stakir æviþættir sem saman mynda heildstæða, og sameigin-
lega, mynd af tímabili, atburðarás, mótun kynhlutverka, breytingum
í tíma og rúmi, sögu fjölskyldna, kynslóða, eða sem sameiginleg saga
nokkurra kvenna hverra ævi lýsir mismunandi reynslu og upplifun
á sama tímabili eða mismunandi kynslóða.
Sigríður og konurnar í fjölskyldu hennar væru til dæmis kjörinn
efniviður í slíka sögu því að í bréfasafni Páls Pálssonar eru ekki
aðeins varðveitt bréf frá Sigríði systur hans heldur jafnframt frá Þór-
unni yngri systir þeirra (talsvert færri en Sigríðar), ömmunni Sigríði
Örum og móðurinni Malene Jensdóttur sem báðar skrifuðu honum
meðan lifðu. Og nokkrar frændsystur Páls skrifuðu honum einnig.
Þannig væri hægt að búa til frásögn af lífsferlum, samfélagsbreyt-
ingum og stöðu kvenna frá því á síðari hluta 18. aldar fram undir lok
þeirrar nítjándu.
Allmargir fræðimenn sjá mikla möguleika í aðferðum og frá-
sagnarmáta sameiginlegu ævisögunnar, ekki síst þeim hluta hennar
sem kölluð er hópævisaga og nær t.d. til rannsókna á gáfumanna-
hópum, vinahópum og pólitískum hópum. Barbara Caine heldur
því fram að sú leið feli ekki aðeins í sér „ögrandi leiðir til þess að
skrifa og hugsa um líf“ heldur sé hún „líklega besta leiðin til þess að
tengja ævisögu og sagnfræði" (Caine 2010: 65).
Sameiginleg fræðileg ævisaga af því tagi þar sem lífi margra
kvenna er fléttað saman í eina frásögn hefur ekki verið skrifuð hér
á landi (undanskilin eru alþýðleg fræðirit) en bók Matthíasar Viðars
Sæmundssonar (2004) um Héðin Valdimarsson og fjölskyldu hans,
þar sem bæði Bríet Bjarnhéðinsdóttir og dóttir hennar Laufey
Valdimarsdóttir eru til umfjöllunar, er sameiginleg ævisaga. Fjöl-
skyldusaga eða jafnvel hópævisaga ef hún er skilgreind enn frekar.
En hún ber einnig einkenni einsögunnar og hinnar póstmódernísku
áherslu á brotakennd sjálf og sundarlausa sögu (og hafnar þar með