Skírnir - 01.04.2013, Blaðsíða 129
SKÍRNIR ÞÓRA, KRISTINN OG KOMMÚNISMINN 127
sitt í þágu Sovétríkjanna, lofaði hann Þóru sérstaklega fyrir hennar
framlag:
í öll þessi ár hefur trú okkar á Sovétríkjunum og vinátta okkar í garð Sov-
étmanna verið óbilandi. Við höfum myndað vinatengsl við fjölmörg sovésk
mikilmenni og venjulegt fólk. Við höfum alltaf tekið gestum ykkar fagnandi
hendi á íslandi, litið á það sem mikla gleði og heiður að taka á móti sov-
éskum gestum á heimili okkar í Reykjavík, líkt og við höfum notið heim-
sókna okkar til Sovétríkjanna og á heimili sovéskra vina okkar. Og taktu
vinsamlegast eftir því að ég segi við, ekki ég, því ég tel með eiginkonu mína
Þóru en við höfum unnið saman, hönd í hönd, í öll þessi ár, trú okkar sam-
eiginlegu hugsjónum. Við höfum bæði verið aðdáendur Sovétríkjanna,
ykkar málstaður hefur verið okkar málstaður, og ég verð að játa það að hún
hefur stundum verið sterkari persónuleikinn, hún hefur unnið stórfenglegt
starf, stundum meira en ég. (Kristinn E. Andrésson 1970: 6)
Það var ekki bara Kristinn sem eignaði Þóru stóran hluta af heiðr-
inum fyrir ævistarfið. Eftir því var almennt tekið hversu náin þau
voru og þó svo að Þóru hafi líka verið minnst fyrir sjálfstæð störf sín
í þágu sósíalismans var hennar einnig iðulega minnst fyrir það að
hafa verið Kristni stoð og stytta. Svo skrifaði Einar Olgeirsson
(1980) t.d. í minningargrein um Þóru:
... Þóra Vigfúsdóttir gaf Kristni Andréssyni, erþau giftust, eigi aðeins ást
sína alla, heldur veitti honum og það sjálfstraust, sem hann áður skorti, og
leysti þar með úr læðingi alla hans stórkostlegu innibyrgðu hæfileika, sem
brutust út í þeirri háreistu byltingaröldu rauðu skáldanna, er gaf aldar-
þriðjungi þeirra hina ógleymanlegu reisn.
En á sama hátt og ég tel rétt að Þóra fái sjálf að stíga fram í þessari
menningarsögu var Þóra alls ekki bara „hjálparhella bónda síns í
öllum umsvifum hans,“ eins og Ólafur Jóhann Sigurðsson (1980)
skrifaði um hana. Hún átti líka frumkvæði að stofnun og útgáfu
Melkorku, þýddi bækur, greinar og ritgerðir og þó að Þóru hafi oft
verið minnst sem trúfastrar eiginkonu þá var sjálfsmynd hennar
flóknari en svo og Þóra sá sig í töluvert öðru ljósi en aðrar eigin-
konur íslenskra — og erlendra — menntamanna.
Þannig kemur nokkrum sinnum fram í dagbókum Þóru að þótt
eiginkonuhlutverkið hafi verið henni mikilvægt — eins og við