Skírnir - 01.04.2013, Blaðsíða 154
152
ÞÓRUNN ERLU VALDIMARSDÓTTIR
SKÍRNIR
bátasýningu, fyrr en langt var liðið á 19. öld. Þá sögðu stefnur og
straumar og heimsklukkan það, þá var tíminn tilbúinn fyrir slíkt.
Á 19. öld uppgötvuðu íslendingar því loks að betra bátalag var
til í Noregi og betri ljár í Skotlandi. Ferlegt var að sitja í þúsund ár
hjá, meðan framfarir áttu sér stað í nágrannalöndunum sem ekki
náðu upp hingað. Miklum sársauka hefði verið afstýrt með betri
bátum og skipum, ljáum, veiðarfærum og fiskvinnslu. Við erum eina
þjóðin sem ekki fjölgaði sér eftir að svarti dauði hætti að herja og
fram á 19. öld. Ævafornt verklag og reglubundnar hungursneyðir
sáu til þess.
Sem sagt var það nýtt í sögunni á 18. öld að höfuð ríkis ætti að
annast útlimina. Gott dæmi um hvernig þetta virkaði áður er að
þegar Islendingar þýddu biblíuna á 16. öld og hófu að prenta hér
bækur datt höfði ríkisins, Kaupmannahöfn, ekki í hug að senda
bækur yfir til hins lófans úti í Atlantshafi, til þegnanna í Færeyjum
með gamla skrítna málið sem þá var mun líkara okkar. Færeyingar
eignuðust því ekki ritmál fyrr en liðið var vel á 19. öld og hlustuðu
á danska kristni í kirkjum og heimahúsum. Sem var vel að því leyti
að undirmenningin varðveittist vel í söng, dansi og rímum.
Æviágrip
Spennandi er að spá í hvernig mikilmenni verður til. Skúli Magnús-
son og Oddnýjar fæddist 12. desember árið 1711 í Kelduhverfi og
var faðir hans prestur í Flúsavík. Sagt er að fjórðungi bregði til
nafns. Upphafleg merking auknefnisins Skúli er samkvæmt orðsifja-
bókinni sá sem hlífir. Jú, Skúli vildi hlífa landinu við örbirgð, flytja
inn nýja strauma, rífa það upp, vera eins og Jón forseti síðar, sómi,
sverð og skjöldur. Eftirnöfn Skúla vísa líka táknrænt í rétta átt,
Magnús er hinn mikli og Oddný setur nýtt á oddinn. Hendingin
gaf honum nafn við hæfi. Hann var svo flottur að þegar hann fót-
brotnaði í heimaskóla var það verðandi biskup sem felldi hann
(Skúli Magnússon 1947, 58). Helgisögubragð er af þótt satt sé, eins
og á öllum öldum þegar hendingar klingja og syngja.
Skúli segir í sjálfsævisögubroti sínu skemmtilega frá bernsku
sinni og hafa fræðimenn endurtekið þar úr ýmsa pósta (Jón Jónsson