Skírnir - 01.04.2013, Blaðsíða 38
36
VILHJÁLMUR ÁRNASON
SKÍRNIR
ingar alvarlega hafa viðbrögð bæði stjórnvalda og sumra talsmanna
stjórnlagaráðs einkennst af því að finna að fræðimönnunum og gera
þeim jafnvel upp annarlegar hvatir.18
Fræðimenn hafa bent á að tillögur stjórnlagaráðs eru í anda
atkvæðalýðræðis sem er fremur frumstæð aðferð til að ná mark-
miðum nútímalýðræðisríkis. Sú staðhæfing að aukið beint lýðræði
stuðli að lýðræðislegum þroska, aukinni ábyrgð kjósenda og sátt í
samfélaginu kann að eiga við rök að styðjast, en þetta eru ekki endi-
lega ávextir þess að auka aðkomu borgaranna að ákvörðunum með
fjölgun kosninga. Skynsamlegra og þroskavænlegra er talið að auka
þátttöku almennings við undirbúning ákvarðana en með beinni
aðkomu að ákvörðunum sjálfum (Haukur Arnþórsson 2013). Það
eru ýmsar aðrar leiðir til að auka beint lýðræði, samræðumiðaðar
fremur en kosningamiðaðar, þar sem fulltrúum almennings er gef-
inn kostur á að afla sér traustra upplýsinga, ráðfæra sig við sér-
fræðinga og nægur tími er gefinn til skoðanaskipta. Þetta hefur verið
notað með árangursríkum hætti, svo sem til þess að undirbyggja
ákvarðanir í heilbrigðismálum (The University of Toronto Priority
Setting in Health Care Research Group 2006). Með þessum hætti má
leitast við að sætta kröfurnar um að virða bæði almannaviljann, sem
er oft virtur að vettugi í fulltrúaræði þar sem einungis er leitað ráða
hjá tiltekinni tegund sérfræðinga, og hina bestu þekkingu, sem er
kastað fyrir róða í beinu lýðræði þar sem lítt ígrundaðar óskir og
sterkustu áróðursöflin ráða för (Vilhjálmur Arnason 2007: 255-268).
Habermas (1996) segir lýðveldisviðhorfið til lýðræðis ala á
andstöðu við stjórnvöld með slagorðum um sjálfsstjórn fólksins. I
því ljósi eru athyglisverð orð Styrmis Gunnarssonar: „Opið lýð-
ræði, sem flytur valdið til fólksins frá kjörnum fulltrúum, er eina
raunhæfa svar íslenzka lýðveldisins við bankahruninu, efnahags-
hruninu og rótgrónum meinsemdum í samfélagi okkar" (Styrmir
18 „Lagaprófessor: Atkvæðagreiðslan snerist um ekki neitt — „Lýðræðið á óvini“
svarar Þorvaldur" 2012). Haft er eftir Þorvaldi: „Lýðræðisöflin þurfa nú að
standa þétt saman gegn óvinum lýðræðisins", og Valgerður Bjarnadóttir,
formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, snupraði háskólamenn
sem gagnrýndu vinnubrögð stjórnvalda við endurskoðun stjórnarskrárinnar
(„Gagnrýnir málþing harðlega" 2012).